Endurbætur á húsi við Aðalgötu 19 Siglufirði

Málsnúmer 1511066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Lögð fram fyrirspurn Kristínar Brynju Gunnarsdóttur fyrir hönd eigenda Aðalgötu 19, Siglufirði. Óskað er eftir leyfi til gagngerðra endurbóta á húsinu til að gera húsið íbúðarhæft. Lagðar fram teikningar af fyrirhuguðum endurbótum.

Nefndin tekur vel í erindið en bendir á að samkvæmt 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 er eigendum húsa og mannvirkja sem byggð voru 1925 eða fyrr, skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands með minnst sex vikna fyrirvara ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa. Húsið er byggt árið 1916 samkvæmt fasteignaskrá og tekur nefndin því ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.