Ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetning Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1507035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 402. fundur - 21.07.2015

Lagt fram erindi frá Jóhanni Helgasyni, dagsett 9. júlí 2015, varðandi ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetningu Ólafsfjarðar.

Bæjarráð þakkar bréfritara ábendingar og vísar þeim til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19.08.2015

Lagt fram erindi frá Jóhanni Helgasyni, dagsett 9. júlí 2015, varðandi ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetningu Ólafsfjarðar.

Nefndin hefur nú þegar sent út bréf til fyrirtækja og einstaklinga þar sem hvatt er til betrumbóta á umhirðu og ásýnd nærumhverfis og mun halda því áfram.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 27.08.2015

Lagt fram
Bæjarráð vísar ábendingum bréfritara til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd. Lagt er til að bæjaryfirvöld skoði hvað hægt sé að gera í markaðsátaki fyrir Ólafsfjörð með það að markmiði að fá fólk til að staldra lengur við.
Einnig er þeirri hugmynd komið á framfæri hvort ekki sé hægt að gera Ólafsfjörð að Jólabæ Íslands allt árið um kring.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir framkomna hugmynd. Nefndin vill benda á að nú geta íbúar komið á framfæri hugmyndum/ábendingum til bæjaryfirvalda í gegnum "Mín Fjallabyggð" á heimasíðunni, www.fjallabyggd.is og hvetur hún íbúa til að koma fram með hugmyndir um, hvað hægt sé að gera til að efla markaðssetningu í Fjallabyggð.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 05.11.2015

Samþykkt
Á fundinn mætir Helgi Jóhannsson til að ræða hugmynd Jóhanns Helgasonar um Jólabæinn Ólafsfjörð. Upplýsti hann um að búið er að setja á laggirnar vinnuhóp Ólafsfirðinga sem vilja sjá hugmyndina verða að veruleika og er hann að vinna að frekari útfærslu. Óskaði hann eftir, fyrir hönd hópsins, að fá að leggja fyrir nefndina fastmótaðri hugmyndir um útfærslu á hugmyndinni um jólabæinn. Nefndin fagnar frumkvæðinu og vill endilega fá að sjá fastmótaðari tillögur um hvernig hugmyndin verður útfærð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Lagðar fram til kynningar tillögur áhugahóps um jólabæinn Ólafsfjörð, dagsettar 17. nóvember 2015.

Tillögurnar verða til umfjöllunar í Markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 03.12.2015

Lagðar fram til kynningar tillögur áhugahóps um jólabæinn Ólafsfjörð. Nefndin þakkar hópnum framkomnar tillögur. Óskað verður eftir áliti Skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu nr. 1 um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg. Varðandi tillögu nr. 2 um nota litlu jólahúsinu á fleiri stöðum í bænum en við Tjarnarborg samþykkir nefndin að tvö hús verði sett á horn Strandgötu og Aðalgötu sem áhugahópurinn getur notað núna á aðventunni. Jafnframt leggur nefndin til að starfsmenn þjónustumiðstöðvar aðstoði hópinn við uppsetningu á eldstæðum föstudaginn 11. desember þegar hópurinn stendur fyrir jólastemningu í miðbæ Ólafsfjarðar. Er varðar aðrar tillögur hópsins er ljóst að þær þarf að taka til frekari skoðunar og jafnframt að reikna betur kostnað við framkvæmd þeirra við gerð fjárhagsáætlunar 2017 þar sem nýbúið er að samþykkja fjárhagsáætlun 2016. Markaðs- og menningarnefnd hvetur áhugahópinn til að kynna hugmyndirnar fyrir íbúum Ólafsfjarðar og kanna hug þeirra t.d. til tillögu nr. 6 um sameiginlegar götuskreytingar á jólastaura.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Lagt fram erindi áhugahóps um Jólabæinn Ólafsfjörð dagsett 17.nóvember 2015.
Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu nr. 1 um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg. Lagt er til að sett verði niður 2-3 tréhús, 8-10fm að stærð, sunnan Tjarnarborgar sem hægt væri að nota á aðventunni til að selja ýmsan varning. Húsin myndu einnig nýtast á öðrum tímum ársins.

Nefndin tekur vel í þá hugmynd að notast verði við stærri hús á þessum stað en ekki að þau séu varanleg þar sem það myndi rýra notagildi svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27.01.2016

Lagt fram að nýju erindi áhugamannahóps um Jólabæinn Ólafsfjörð ásamt nánari útskýringum á hugmynd hópsins.

Á 194.fundi nefndarinnar óskaði markaðs- og menningarnefnd eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu hópsins um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg, 8-10fm að stærð. Nefndin tók vel í þá hugmynd að notast yrði við stærri hús á þessum stað en ekki að þau yrðu varanleg þar sem það myndi rýra notagildi svæðisins. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu og tillögu hópsins að staðsetningu og umfangi húsanna.

Nefndin mun fjalla um málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.