Leyfi til útlistbreytinga á Aðalgötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1510106

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Lagt fram erindi Magnúsar Garðarssonar dags.24.10.2015. Óskað er eftir leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði. Lögð fram teikning af breytingunum.

Dagsektir voru lagðar á vegna ástands hússins þann 14.september 2015. Þar sem húsið er friðað tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Á 192.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28.10 sl. var tekið fyrir erindi Magnúsar Garðarssonar þar sem óskað var eftir leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði. Þar sem húsið er friðað tók nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar lægi fyrir.

Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 3.11.2015.

Nefndin samþykkir ósk um leyfi til útlitsbreytinga.