Breyting á deilskipulagi vegna vetrarbraut 8-10

Málsnúmer 2411088

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20.11.2024

Lögð fram breyting á deiliskipulagi sem unnin var af Eflu verkfræðistofu. Breytingin er tilkomin vegna umsóknar Elínar Þorsteinsdóttur f.h. Sunnu ehf. um breytingar á húsnæði fyrirtækisins við Vetrarbraut 8-10. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreitsins til austurs og vesturs auk þess sem nýtingarhlutfall lóðar hækkar.
Samþykkt
Arnar Þór Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindi samþykkt

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16.04.2025

Breyting á deiliskipulagi Vetrarbrautar 8-10 var auglýst frá 6.2.-20.3. og bárust engar athugasemdir. Eftir auglýsingu kom í ljós að stigahús og lyfta sem er áætlað á austurhlið hússins þyrfti meira pláss og stækkar því byggingarreitur á þeirri hlið um 2,9m til austurs. Það kallar á litla breytingu lóðarmarka milli Vetrarbrautar 8-10 og Tjarnargötu 21 sem lóðareigendur hafa verið upplýstir um og samþykkt.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.