Matjurta- grænmetisgarður í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 320. fundur - 19.03.2025

Erindi frá íbúa þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð útbúi matjurtagarða sem íbúar geti leigt yfir sumartímann.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Tæknideild er falið að vinna málið áfram og skila tillögum að útfærslum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 321. fundur - 16.04.2025

Tillögur tæknideildar um staðsetningu og gjaldskrá matjurta- og grænmetisgarða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa eftir umsóknum um matjurtagarða til að kanna áhuga íbúa á verkefninu. Tæknideild einnig falið að vinna áfram að útfærslu í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar og leggja fyrir bæjarráð endanlega tillögu að gjaldskrá og staðsetningu.