Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

93. fundur 14. júlí 2010 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Jón Hrói Finnsson varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Helgi Jóhannsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, 660 mál - til umsagnar

Málsnúmer 1006087Vakta málsnúmer

Iðnaðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða 660. mál.

Nefndin felur tæknideild að kanna áhrif frumvarpsins í Fjallabyggð.

2.Hraðatakmarkandi aðgerðir

Málsnúmer 1007050Vakta málsnúmer

Guðmundur Heiðreksson fyrir hönd Vegagerðarinnar sendir inn tillögu að staðsetningu bæjarhliða,  hraðatakmarkandi mannvirkja sem vísa vegfarendum á að þeir séu að nálgast þéttbýli.

Nefndin samþykkir staðsetningu bæjarhliðana fyrir sitt leyti, en bendir á að nauðsynlegt er að setja frekari hraðatakmarkandi aðgerðir þegar nær dregur þéttbýli.

 

 

3.Húsakönnun í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007049Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar kom upp umræða að brýnt er að marka stefnu varðandi varðveislu og ásýnd húsa í sveitafélaginu. 

Kanna þarf kostnað við gerð húsakönnunar og hvar sækja má um styrki vegna verkefnisins.

Tæknideild falið að gera verk- og kostnaðaráætlun.

4.Klæðning Aðalgötu 32, Siglufirði

Málsnúmer 1006009Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Oddson fyrir hönd Siglunes hf. óskaði eftir á síðasta fundi nefndarinnar að klæða húseign að Aðalgötu 32, Siglufirði.  Benti nefndin húseigendum á að skoða aðra klæðningu svo sem ímúr, á neðri hæð hússins og að gluggar verði færðir út í klæðningu til að halda fyrra útliti.

Í bréfi frá Gunnlaugi kemur fram rökstuðningur varðandi val á klæðningu á neðri hæðina og að færsla á gluggum verði skoðað á neðri hæðinni en ekki komi til greina að færa þá út á efri hæð hússins.

Nefndin telur sig ekki geta samþykkt erindið þar sem umræddar klæðningar falla ekki í götumynd og að upprunalegu útliti hússins og stingi í stúf við aðliggjandi hús.  Nefndin leggur áherslu á að stefnumótun verði hraðað.

5.Sandblakvöllur

Málsnúmer 1007052Vakta málsnúmer

Mundína Bjarnadóttir fyrir hönd strandblaksvallarnefndar blakklúbba í Siglufirði, Hyrnan og Súlan sækir um leyfi til að byggja sandblakvöll við Túngötu á Siglufirði. Það sem vakir fyrir klúbbunum er að koma upp velli sem hægt er að leika á yfir sumartímann, með aðgengi fyrir alla er vilja stunda blak.   Fyrirhuguð staðsetning vallarins er á lóðum í eigu AFL Sparisjóðs og Fjallabyggðar, skv. meðfylgjandi uppdrætti.  Sparisjóðurinn er tilbúin að leggja til lóð sína og er óskað eftir notkun á hluta lóðarinnar sem er í eigu sveitarfélagsins. Aðeins er verið að biðja um stöðuleyfi í óákveðin tíma og mun völlurinn víkja fyrir öðrum framkvæmdum.

Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að hugmyndin fari í grenndarkynningu, að því tilskyldu að bæjarráð gefi leyfi fyrir notkun lóðarinnar.  Íbúum og eigendum eftirtalinna húseigna verði kynnt tillagan Túngata 18, 20 AogB  Lækjargata 11 og 13 og Þormóðsgata 13.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi, háspennukapla yfir Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 1007043Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik sækir um framkvæmdarleyfi til að leggja háspennukapla (3x36kV og 1x12kV)yfir Ólafsfjarðarvatn, í samræmi við leið merkta nr. 4 á meðfylgjandi korti, með þeirri breytingu að kaplarnir liggja norðan við úthlutaða lóð við spennistöð á austurbakkanum.

Erindi samþykkt.

 

7.Umsókn um leyfi fyrir söluturn í miðbænum

Málsnúmer 1007027Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands sækir um leyfi til að staðsetja lítinn söluturn í miðbænum á Siglufirði.  Tvær staðsetningar koma til greina, annarsvegar við fiskibúðina og hinsvegar á vesturhluta torgsins.  Óskað er eftir leyfi á báðum stöðum, og er staðsetning söluturnsins ekki varanleg.  Turninn er laus og færanlegur, og staðsetningin hugsuð í fáeinar vikur yfir háferðamannatímann.

Erindi samþykkt en tæknideild falið að ganga úr skugga um að svæðin sem um ræðir séu eign sveitafélagsins.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007039Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Elín af fundi.

Brynjar Harðarson sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við norðurhlið hússins að Lækjargötu 7b, skv. meðfylgjandi teikningu.  Einnig er sótt um leyfi til að setja handrið í hæð 1100 mm umhverfis þak bílgeymslunnar þannig að þakið nýtist sem svalir og setja hurð á norðurgafl hússins þannig að útgengt verði út á svalirnar.

Óskað er eftir nýrri afstöðumynd sem sýnir fleiri hús í kringum viðkomandi lóð.  Samþykkt er að framkvæmdin fari í grenndarkynningu þegar ný afstöðumynd liggur fyrir og verður eftirtöldum íbúum og eigendum kynnt tillagan, Túngötu 10 a og b Lækjargata 9 a,b og c.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007036Vakta málsnúmer

Guðni Sigtryggsson og Margrét Ósk Harðardóttir sækja um leyfi til að byggja stoðveggi og steypa bílaplan við húseignina Hólaveg 69 skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

 

10.Beiðni um umsögn um umsókn RARIK ohf.um rannsóknarleyfi.

Málsnúmer 1006095Vakta málsnúmer

 Beiðni lögð fram til kynningar, þar sem bæjarráð hefur þegar afgreitt erindið.

11.Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar - íbúðarsvæði í Ólafsfirði.

Nefndin leggur til að lóðin Bakkabyggð 2 verði stækkuð til vesturs í framlagðri tillögu.

12.Viðmiðunartaxtar ríkisins vegna refa-og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept 2009-31.ágúst 2010

Málsnúmer 1007025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.