Umsókn um leyfi fyrir söluturn í miðbænum

Málsnúmer 1007027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands sækir um leyfi til að staðsetja lítinn söluturn í miðbænum á Siglufirði.  Tvær staðsetningar koma til greina, annarsvegar við fiskibúðina og hinsvegar á vesturhluta torgsins.  Óskað er eftir leyfi á báðum stöðum, og er staðsetning söluturnsins ekki varanleg.  Turninn er laus og færanlegur, og staðsetningin hugsuð í fáeinar vikur yfir háferðamannatímann.

Erindi samþykkt en tæknideild falið að ganga úr skugga um að svæðin sem um ræðir séu eign sveitafélagsins.