Húsakönnun í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007049

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Á síðasta fundi nefndarinnar kom upp umræða að brýnt er að marka stefnu varðandi varðveislu og ásýnd húsa í sveitafélaginu. 

Kanna þarf kostnað við gerð húsakönnunar og hvar sækja má um styrki vegna verkefnisins.

Tæknideild falið að gera verk- og kostnaðaráætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 194. fundur - 07.12.2010

Bæjarstjóri kynnti fund sem hann átti með Kanon arkitektum vegna gerðar húsakannana fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð 19. nóv. s.l.
Nauðsynlegt er talið að ráðast í það verk svo skipulagsyfirvöld geti tekið á markvissan og faglegan hátt á erindum sem þeim berast um endurgerð, breytingar o.fl. í núverandi byggð.
Sótt hefur verið um styrk til gerðar byggða- og húsakönnunar til Húsafriðunarnefndar.