Klæðning Aðalgötu 32, Siglufirði

Málsnúmer 1006009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Gunnlaugur Oddson fyrir hönd Siglunes hf. óskaði eftir á síðasta fundi nefndarinnar að klæða húseign að Aðalgötu 32, Siglufirði.  Benti nefndin húseigendum á að skoða aðra klæðningu svo sem ímúr, á neðri hæð hússins og að gluggar verði færðir út í klæðningu til að halda fyrra útliti.

Í bréfi frá Gunnlaugi kemur fram rökstuðningur varðandi val á klæðningu á neðri hæðina og að færsla á gluggum verði skoðað á neðri hæðinni en ekki komi til greina að færa þá út á efri hæð hússins.

Nefndin telur sig ekki geta samþykkt erindið þar sem umræddar klæðningar falla ekki í götumynd og að upprunalegu útliti hússins og stingi í stúf við aðliggjandi hús.  Nefndin leggur áherslu á að stefnumótun verði hraðað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

 Óskað var eftir að taka fyrir umræðu um klæðningu á húsi við Aðalgötu 32,  Siglufirði, erindi sem nefndin hafði hafnað á fyrri fundi. Fundarmenn samþykktu að taka málið fyrir.  Nefndin samþykkir að halda sig við bókun 93. fundar. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 179. fundur - 10.08.2010

Borist hefur bréf frá Deloitte dags. 9. ágúst 2010, þar sem þess er óskað að bæjarráð fresti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslunni og felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Deloitte fyrir hönd húseigenda Aðalgötu 32, Siglufirði óskar eftir endurupptöku á bókunum 93. og 94. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar varðandi umsókn um leyfi til að klæða suður- og austurhlið fasteignarinnar að Aðalgötu 32.  Ástæða endurupptökubeiðni er meðfylgjandi upplýsingar og svör við athugasemdum nefndarinnar.

Nefndin vill halda sig við fyrri afgreiðslu, til að koma í veg fyrir að upprunalegu útliti sé fórnað.