Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Undir þessum lið vék Elín af fundi.

Brynjar Harðarson sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við norðurhlið hússins að Lækjargötu 7b, skv. meðfylgjandi teikningu.  Einnig er sótt um leyfi til að setja handrið í hæð 1100 mm umhverfis þak bílgeymslunnar þannig að þakið nýtist sem svalir og setja hurð á norðurgafl hússins þannig að útgengt verði út á svalirnar.

Óskað er eftir nýrri afstöðumynd sem sýnir fleiri hús í kringum viðkomandi lóð.  Samþykkt er að framkvæmdin fari í grenndarkynningu þegar ný afstöðumynd liggur fyrir og verður eftirtöldum íbúum og eigendum kynnt tillagan, Túngötu 10 a og b Lækjargata 9 a,b og c.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Á fundi nefndarinnar 15. júlí sl. óskaði Brynjar Harðarson eftir leyfi til að byggja bílskúr við húseignina Lækjargötu 7b, Siglufirði.  Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu var samþykkt að framkvæmdin færi í grenndarkynningu.  

Grenndarkynningu er lokið og samþykkir nefndin framkvæmdina.