Sandblakvöllur

Málsnúmer 1007052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Mundína Bjarnadóttir fyrir hönd strandblaksvallarnefndar blakklúbba í Siglufirði, Hyrnan og Súlan sækir um leyfi til að byggja sandblakvöll við Túngötu á Siglufirði. Það sem vakir fyrir klúbbunum er að koma upp velli sem hægt er að leika á yfir sumartímann, með aðgengi fyrir alla er vilja stunda blak.   Fyrirhuguð staðsetning vallarins er á lóðum í eigu AFL Sparisjóðs og Fjallabyggðar, skv. meðfylgjandi uppdrætti.  Sparisjóðurinn er tilbúin að leggja til lóð sína og er óskað eftir notkun á hluta lóðarinnar sem er í eigu sveitarfélagsins. Aðeins er verið að biðja um stöðuleyfi í óákveðin tíma og mun völlurinn víkja fyrir öðrum framkvæmdum.

Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að hugmyndin fari í grenndarkynningu, að því tilskyldu að bæjarráð gefi leyfi fyrir notkun lóðarinnar.  Íbúum og eigendum eftirtalinna húseigna verði kynnt tillagan Túngata 18, 20 AogB  Lækjargata 11 og 13 og Þormóðsgata 13.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 177. fundur - 20.07.2010

Á 93. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði Mundína Bjarnardóttir fyrir hönd strandblaksvallarnefndar blakklúbba í Siglufirði, eftir leyfi til að byggja upp sandblakvöll við Túngötu á Siglufirði. Aðeins er óskað eftir stöðuleyfi í óákveðinn tíma og mun völlurinn víkja fyrir öðrum framkvæmdum.  Svæðið sem óskað er eftir er í eigu AFL Sparisjóðs og Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir að hugmyndin fari í grenndarkynningu, að því tilskyldu að bæjarráð gefi leyfi fyrir notkun lóðarinnar.

Erindið samþykkt og málið fari í viðeigandi kynningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 11.11.2010

Bæjarráð samþykkti á 177. fundi sínum að svæði við Túngötu á Siglufirði færi í grenndarkynningu, þar sem blak klúbbar á Siglufirði höfðu óskað eftir að byggja upp sandblakvöll.  Grenndarkynningu er lokið og komu engar athugasemdir.

Samþykkt.