Hraðatakmarkandi aðgerðir

Málsnúmer 1007050

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Guðmundur Heiðreksson fyrir hönd Vegagerðarinnar sendir inn tillögu að staðsetningu bæjarhliða,  hraðatakmarkandi mannvirkja sem vísa vegfarendum á að þeir séu að nálgast þéttbýli.

Nefndin samþykkir staðsetningu bæjarhliðana fyrir sitt leyti, en bendir á að nauðsynlegt er að setja frekari hraðatakmarkandi aðgerðir þegar nær dregur þéttbýli.