Deiliskipulag -Flæðar

Málsnúmer 1003111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 14.07.2010

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar - íbúðarsvæði í Ólafsfirði.

Nefndin leggur til að lóðin Bakkabyggð 2 verði stækkuð til vesturs í framlagðri tillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.07.2010

Fulltrúi X2 Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinar til að kynna tillögur

Ómar kynnti drög að deiliskipulagi fyrir Flæðar.
Nefndin lýsti ánægju sinni með hugmyndirnar í heild sinni, umræða varð um stígagerð með vatninu m.a. með tilliti til fuglaverndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 106. fundur - 13.01.2011

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar - íbúðasvæði í Ólafsfirði.

Samþykkt er að tillaga að deiliskipulagi  Flæðar - íbúðabyggð í Ólafsfirði fari í auglýsingu skv. greinargerð og uppdrætti dagsett. 21.07.2010, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.  Svæðið sem deiliskipulagið nær til lóða sem standa við Aðalgötu, Ægisbyggð, Hrannarbyggð, Bylgjubyggð, Mararbyggð og Bakkabyggð.  Svæðið afmarkast í norðri af Aðalgötu, í austri af mörkum deiliskipulags Hornbrekkubótar og í suðri og vestri af bakka Ólafsfjarðarvatns.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar, Ólafsfirði. 

Þar sem breytingar voru gerðar á áður samþykktri tillögu er hún lögð aftur fram fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/ 2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 23.06.2011

Tillaga að deiliskipulagi fyrir flæðar í Ólafsfirði var auglýst frá 26. apríl til 7. júní sl. skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gengur út að skipuleggja hverfið að fullu og stuðla þannig að því að hverfið fullbyggist.  Skipulögð er ný gata Bakkabyggð og lóðir við hana syðst á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir nýjum lóðum við Mararbyggð og einni nýrri lóð við Ægisbyggð auk útivistarsvæðis.
 
Á auglýsingar tíma barst ein athugsemd frá Kristni Kr. Ragnarsyni f.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar.
 
"Veiðifélag Ólafsfjarðar gerir eftirfarandi ábendingar og athugsemdir við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðar - íbúðasvæði. Framkvæmdir á svæði þessu eru innan 100 metra frá bakka samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði sem fjallar um framkvæmdir við ár og vötn, þar segir;  " Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Fiskistofu....... Með umsókn framkvæmdaraðila eða landeiganda til Fiskistofu um leyfi til framkvæmda við ár og vötn skulu fylgja álit viðkomandi veiðifélags þegar það á við og umsögn sérfræðings á sviði veiðimála um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki veiðivatns.  Leyfi skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd.
Jafnframt viljum við benda á að ekki var óskað eftir áliti Veiðifélagsins í sambandi við uppfyllingu þá sem umrætt deiliskipulag nær til, samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði.  Teljum við miður að sveitafélagið hafi ekki óskað umsagnar veiðifélagsins.
Í greinargerð með deiliskipulagi er talað um eina nýja lóð við Ægisbyggð sem ekki kemur fram á teikningu og því erfitt að átta sig á hvar hún er staðsett.
Eins og fram kemur í áðurnefndri greinagerð er Ólafsfjarðarvatn á náttúrminjaskrá sem mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði.  Við viljum því árétta að fara þarf mjög varlega í allar framkvæmdir sem áhrif geta haft á vatnið.
 
Nefndin þakkar innsenda athugasemd og frestar erindi til næsta fundar vegna gagnaöflunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 06.07.2011

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Flæðar í Ólafsfirði var auglýst frá 26. apríl til 7. júní sl. skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gengur út að skipuleggja hverfið að fullu og stuðla þannig að því að hverfið fullbyggist. Skipulögð er ný gata Bakkabyggð og lóðir við hana syðst á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir nýjum lóðum við Mararbyggð og einni nýrri lóð við Ægisbyggð auk útivistarsvæðis. Á auglýsingar tíma barst ein athugsemd frá Kristni Kr. Ragnarsyni f.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar. "Veiðifélag Ólafsfjarðar gerir eftirfarandi ábendingar og athugsemdir við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðar - íbúðasvæði.
 
Framkvæmdir á svæði þessu eru innan 100 metra frá bakka samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði sem fjallar um framkvæmdir við ár og vötn, þar segir; " Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Fiskistofu....... Með umsókn framkvæmdaraðila eða landeiganda til Fiskistofu um leyfi til framkvæmda við ár og vötn skulu fylgja álit viðkomandi veiðifélags þegar það á við og umsögn sérfræðings á sviði veiðimála um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki veiðivatns. Leyfi skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd.
 
http://www.fiskistofa.is/laxogsilungs/umhverfismallaxfiska/ http://www.fiskistofa.is/media/laxa_silungssvid/framkvaemdirarVotn.pdf.
 
Jafnframt viljum við benda á að ekki var óskað eftir áliti Veiðifélagsins í sambandi við uppfyllingu þá sem umrætt deiliskipulag nær til, samanber 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði. Teljum við miður að sveitafélagið hafi ekki óskað umsagnar veiðifélagsins.
 
Í greinargerð með deiliskipulagi er talað um eina nýja lóð við Ægisbyggð sem ekki kemur fram á teikningu og því erfitt að átta sig á hvar hún er staðsett.
 
Eins og fram kemur í áðurnefndri greinagerð er Ólafsfjarðarvatn á náttúrminjaskrá sem mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði. Við viljum því árétta að fara þarf mjög varlega í allar framkvæmdir sem áhrif geta haft á vatnið.
 
Svör við athugasemdum: 
Deildarstjóri tæknideildar hefur haft samband við Fiskistofu vegna deiliskipulags fyrir Flæðar og telja menn þar að ekki þurfi þeirra leyfi fyrir samþykki á umræddu deiliskipulagi. Þó skal það tekið fram að ef farið verður í framkvæmdir á umræddu svæði þá verður óskað eftir leyfi frá Fiskistofu.
 
Skipulags og umhverfisnefnd harmar að ekki hafi verið óskað eftir áliti Veiðifélags Ólafsfjarðar þegar uppfylling á svæðinu var gerð á sínum tíma.
 
Varðandi nýja lóð við Ægisbyggð þá er lóðin skilmerkilega merkt númer 7. á horni Mararbyggðar og Ægisbyggðar.
 
Skipulags og umhverfisnefnd felur Deildarstjóra tæknideildar að senda deiliskipulagið með athugasemdum og svörum til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.