Athugasemdir vegna gámasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1811012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 07.11.2018

Lagt fram erindi frá Helga Jóhannssyni dags. 4. nóvember 2018. Gerðar eru athugasemdir við hæð gáma á gámasvæðinu í Ólafsfirði og slæmt aðgengi að þeim. Einnig vantar allar merkingar á gámana og viðhaldi á girðingum í kringum svæðið er ábótavant.
Vísað til umsagnar
Tæknideild falið að fá umsögn frá rekstraraðilum svæðisins vegna málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 06.03.2019

Lögð fram svör Stefáns Stefánssonar f.h. Íslenska Gámafélagsins ehf. vegna athugasemda Helga Jóhannssonar frá 4. nóvember 2018.