Jól og áramót 2018/2019

Málsnúmer 1810098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 07.11.2018

Lagður fram tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna ábendingar frá sýslumanni Norðurlands eystra. Sýslumanni barst erindi frá hestamannafélaginu Gnýfara vegna staðsetningar áramótabrennu í Ólafsfirði 31.12.2017. Brennan var talin vera staðsett innan 150 metra frá næstu mannvirkjum. Þá var einnig gerð athugasemd við það að byrjað var að safna í brennuna í lok nóvember, en skv. 18. gr. reglugerðar nr. 325/2016 skal söfnun á brennustæði fyrir áramótabrennu að jafnaði ekki hefjast fyrr en 27. desember.
Erindi svarað
Nefndin þakkar framkomnar athugasemdir og felur tæknideild að ákveða staðsetningu í samræmi við reglugerð 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.