Krafa um úrbætur húss við Hvanneyrarbraut 32, Siglufirði

Málsnúmer 1810091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 07.11.2018

Lagt fram erindi Björgvins Árnasonar dags. 5.10.2018. Farið er fram á að nýtt verði þau ákvæði sem byggingarfulltrúi hefur í settum lögum og reglugerðum til að skylda eiganda/umráðamann Hvanneyrarbrautar 32 að sinna sínum skyldum hvað varðar viðhald áðurnefndar fasteignar. Vegna skorts á viðhaldi er sú háttsemi farin að valda tjóni á Hvanneyrarbraut 32b sem liggur samhliða.
Erindi svarað
Tæknideild falið að senda húseiganda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.