Krafa um úrbætur húss við Aðalgötu 6 á Siglufirði

Málsnúmer 1810090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 07.11.2018

Umræða tekin um málefni Aðalgötu 6 sem hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi. Lagðar fram ljósmyndir af ástandi hússins ásamt bréfum til fyrrverandi og núverandi eigenda með áskorun um úrbætur.
Erindi svarað
Tæknideild falið að senda húseiganda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.