Heimæð fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju

Málsnúmer 2207044

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 06.09.2022

Landhelgisgæslan hefur óskað eftir að fá aðgang að heitu vatni fyrir varðskipið Freyju við Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti nýja heitavatnsheimæð á Óskarsbryggju og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20.09.2022

Lagt fyrir erindi frá Landhelgisgæslunni sem samþykkt var á 130. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar. Landhelgisgæslan hefur óskað eftir að fá aðgang að heitu vatni fyrir varðskipið Freyju við Óskarsbryggju.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að útbúinn verði viðauki nr. 19 til fjármögnunar verkefnisins og hann verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Í ljósi aðstæðna og tímaramma verksins þá er bæjarstjóra veitt heimild til þess að ráðast í verkefnið og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um framvindu eftir á.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 19/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 að fjárhæð kr. 3.500.000.-
Viðaukinn eignfærist á verkefnið og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 19/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr.,- 3.500.000,- vegna heimæðar fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.