Nýr löndunarkrani - tilboð

Málsnúmer 2207006

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 06.09.2022

Lagt fram tilboð frá Stálsmiðjunni Framtak í nýjan löndunarkrana fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að taka tilboði Framtaks og felur yfirhafnarverði að ganga frá kaupunum og undirbúa uppsetningu í samráði við deildarstjóra tæknideildar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14.11.2022

Búið er að ganga frá kaupum á nýjum löndunarkrana og ákveða þarf staðsetningu hans.
Hafnarstjórn samþykkir að staðsetja nýja löndunarkranann við vesturkant Hafnarbryggju ásamt því að færa löndunarkrana sem staðsettur er á Ingvarsbryggju á sama kant. Þannig yrði Ingvarsbryggja viðlegukantur. Með þessu er verið að horfa til öryggissjónarmiða á hafnarsvæði með tilkomu fjölgunar ferðamanna.