Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

Málsnúmer 2201013

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 125. fundur - 10.01.2022

1. Snjómokstur á hafnarsvæðum og hálkuvarnir
2. Komur farþegaskipa 2022
3. Sumarverkefni, viðhald og umhirða
Yfirhafnarvörður fór yfir verklag vegna snjómoksturs á hafnarsvæðum.
Yfirhafnarvörður fór yfir bókaðar komur farþegaskipa á árinu 2022.
Yfirhafnarverði falið að taka saman viðhaldslista og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 126. fundur - 14.02.2022

1. Guðmundur Gauti Sveinsson kom fram með þá hugmynd; að við tilvonandi landtökustað farþega á farþegaskipum verði settur upp skiltavísir sem tilgreinir stefnur og fjarlægðir til ýmissa staða í heiminum. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

2. Samþykkt að á næsta fundi fari fram umræða um uppbyggingu gjaldskrár út frá framtíðarstefnumótun og rekstri hafnar.
Undir þessum lið sat Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 127. fundur - 05.04.2022

Hafnarstjórn þakkar Heimi Sverrissyni fyrir vel unnin störf í þágu Fjallabyggðarhafna og óskar honum velfarnaðar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15.06.2022

Formaður hafnarstjórnar kynnti dagskráliðinn fyrir nefndarfólki.
Lagt fram til kynningar