Innri höfn Siglufjörður - Stálþilsrekstur

Málsnúmer 2206007

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15.06.2022

Lagt fram erindi, dagsett 1. júní 2022, þar sem Vegagerðin óskar eftir að bjóða út stálþilsrekstur í samræmi við framlögð hönnunargögn. Gert er ráð fyrir að bjóða út í júní 2022. Varðandi heildarkostnað framkvæmdanna er vísað í framlagt bréf Vegagerðarinnar til Fjallabyggðahafna frá því febrúar 2021.
Gert er ráð fyrir að vinna við rekstur hefjist 1. september 2022 og klárist fyrir áramót. Þekjan verður svo boðin út sumarið 2023.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 06.09.2022

Tilboð voru opnuð í verkefnið "Endurbygging Innri hafnar 2022". Eftirfarandi tilboð bárust.
Árni Helgason ehf. 138.863.500
Hagtak ehf. 162.250.000
Kostnaðaráætlun 123.957.000.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leita að taka tilboði Árna Helgasonar ehf.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 142. fundur - 13.12.2023

Lagðar fram teikningar af þekju Innri hafnar og hugmyndir um staðsetningu á flotbryggju.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði og deildarstjóra tæknideildar að ræða við hönnuði Vegagerðarinnar varðandi betri nýtingu á flotbryggju.