Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

39. fundur 03. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Kristján Hauksson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, S lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Róbert Grétar Gunnarsson Deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskóla og Olga Gísladóttir skólastjóri leikskóla sátu undir 1.lið.
Kristinn Kristjánsson F boðaði ekki forföll og enginn mætti í hans stað.

1.Skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 1703080Vakta málsnúmer

Skóladagatal fyrir skólaárið 2017 - 2018 lagt fram til staðfestingar. Nefndin staðfestir skóladagatöl stofnana.

2.Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 1609057Vakta málsnúmer

Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fór yfir minnisblað í tengslum við opnun og mætingu í NEON veturinn 2016-2017. Nefndin óskar eftir að Daníella Jóhannsdóttir komi á næsta fund nefndarinnar og fari yfir vetrarstarfið.

3.Gerð viðmiða um gæði frístundastarfs

Málsnúmer 1703005Vakta málsnúmer

Til kynningar. Lögð fram umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Deildarstjóra fræðslu-frístunda- og menningarmála falið að koma með nokkrar mismunandi útfærslur á starfi í lengdri viðveru á landinu.

4.Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla

Málsnúmer 1702046Vakta málsnúmer

Til kynningar. Lögð fram umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

5.Ný reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum

Málsnúmer 1703033Vakta málsnúmer

Til kynningar.

6.Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum

Málsnúmer 1703028Vakta málsnúmer

Til kynningar. Lögð fram viðmiðunarstundaskrá Grunnskóla Fjallabyggðar og upplýsingar frá skólastjóra þar að lútandi.

7.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Farið var yfir endurskoðaðar reglur um húsaleigustyrki til UÍF. Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.

8.Viðauki við gjaldskrá Íþróttamiðstöðva 2017

Málsnúmer 1703079Vakta málsnúmer

Lögð var fram endurskoðun á viðauka gjaldskrár íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir viðaukann með áorðnum breytingum.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1703092Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:30.