Skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 1703080

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 03.04.2017

Skóladagatal fyrir skólaárið 2017 - 2018 lagt fram til staðfestingar. Nefndin staðfestir skóladagatöl stofnana.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14.08.2017

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar Olga Gísladóttir sat undir þessum lið.

Leikskólastjóri fór yfir viðbótaropnun Leikskála. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að sumaropnun á næsta ári verði með svipuðum hætti og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 514. fundur - 15.08.2017

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

Á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl sl. vísaði bæjarstjórn afgreiðslu um skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018 til bæjarráðs, þar sem gerð var tilraun með lengri sumaropnun í ár á Leikskálum á Siglufirði.

Bæjarráð staðfestir skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga en mun taka skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar til afgreiðslu þegar niðurstaða úr viðhorfskönnun meðal foreldra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir því að endanlegt skóladagatal liggi fyrir í byrjun október.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 02.10.2017

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna. Leikskólastjóri fór yfir breytingar á skóladagatali leikskólans en breytingar felast í meiri samræmingu við skóladagatal grunnskólans. Gerð var könnun meðal foreldra barna í leikskólanum um hentugustu tímasetningu sumarleyfis barna á leikskólanum. 58 foreldrar tóku þátt í könnuninni. Niðurstöður könnunar eru að langflestir velja sumarleyfi í vikunum 16.júlí - 3. ágúst þegar hver stök vika er skoðuð. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatalið m.t.t. breytinga á skipulagsdögum til samræmis við skóladagatal grunnskólans. Ákvörðun um sumarlokun verður tekin af bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17.10.2017

Gerð var könnun meðal foreldra leikskólabarna í Fjallabyggð til þess að meta hvaða vikur henta best til sumarlokunar Leikskóla Fjallabyggðar. Hver nemandi þarf að ná 4 vikna samfelldu sumarleyfi. Niðurstaða könnunarinnar er sú að lokun frá 16. júlí - 3. ágúst hentar flestum nemendum best.

Bæjarráð samþykkir að Leikskóli Fjallabyggðar verði lokaður 16. júlí til og með 3. ágúst 2018 og að foreldrar hafi val um að nýta vikurnar 9.-13. júlí og 7.-11. ágúst til sumarleyfa.