Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla

Málsnúmer 1702046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21.02.2017

Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, þar sem áréttuð er innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla. Frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá skólastjóra og fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 06.03.2017

Mennta og menningarmálaráðuneytið árétta að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10.bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10.bekkjar grunnskóla. Ráðuneytið ítrekar jafnframt að skólar skulu ekki nota vörpun við einkunnagjöf, þ.e. umreikna einkunnir yfir í tölur yfir í bókstafina A-D.
Fundarmenn óska eftir því að deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála kanni stöðu mála varðandi námsmatskvarða hjá Grunnskóla Fjallabyggðar og leggi fyrir nefndina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 03.04.2017

Til kynningar. Lögð fram umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.