Viðauki við gjaldskrá Íþróttamiðstöðva 2017

Málsnúmer 1703079

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 03.04.2017

Lögð var fram endurskoðun á viðauka gjaldskrár íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir viðaukann með áorðnum breytingum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Viðauki við gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2017. Á fundi nefndarinnar 5. desember s.l. var bókað að lagfæra þyrfti orðalag í texta gildandi viðauka með gjaldskrá íþróttamiðstöðva.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti að taka 1. grein út úr viðauka við gjaldskrá og gera að sjálfstæðu skjali undir heitinu "Afsláttur til aðildarfélaga ÚÍF á líkamsræktarkortum". Textinn í hinu nýja skjali yrði svohljóðandi:

Aðildarfélög ÚÍF geta sótt um afslátt á líkamsræktarkortum vegna iðkenda sem sannarlega skara framúr og undirbúa sig fyrir Íslands- og bíkarmót sérsambanda ÍSÍ, undirbúning fyrir landsliðsverkefni eða landsliðsúrtak. Afsláttur til hvers iðkanda er 30% af gjaldskrá. Aðildarfélög sækja um afsláttinn á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Fjallabyggðar þar sem umsókn er rökstudd. Kortið gildir hámark 6 mánuði í einu.
Afreksíþróttafólk samkvæmt skilgreiningu ÍSÍ (Flokkur 3: Afreksmaður á íslenskan mælikvarða, sá sem er í fremstu röð í sinni grein á Íslandi, á sæti í afreks- og landsliðshópum viðkomandi íþróttagreinar og keppir reglulega fyrir íslands hönd á erlendri grundu), skulu fá frítt í líkamsrækt. Börn yngri en 15 ára fá ekki aðgang að líkamsræktinni.

Nefndin samþykkir gerðar breytingar á viðauka.