Gerð viðmiða um gæði frístundastarfs

Málsnúmer 1703005

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 06.03.2017

Þann 2.júní 2016 samþykkti Alþingi lagafrumvarp að breytingu að lögum um grunnskólann á þann hátt að á eftir 33.gr. laganna kemur ný grein, 33.gr.a.
Í þessari nýju grein er kveðið á um það, að öllum börnum í yngri árgöngum (1.-4.b) skuli gefinn kostur á þjónustu frístundaheimila.
Ráðuneytið hefur skipað verkefnisstjóra fyrir innleiðinguna og er nú unnið að gerð viðmiða um gæði frístundastarfs, þ.m.t. hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks.
Nefndin leggur til að deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála leyti eftir umsögn skólastjóra um þessi mál.
Að loknum þessum dagskrárlið vék Katrín Freysdóttir áheyrnarfulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar af fundi.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 03.04.2017

Til kynningar. Lögð fram umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Deildarstjóra fræðslu-frístunda- og menningarmála falið að koma með nokkrar mismunandi útfærslur á starfi í lengdri viðveru á landinu.