Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

157. fundur 09. desember 2025 kl. 15:45 - 16:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson Varamaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir Varamaður
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Samhæfing og samvinna í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Málsnúmer 2511046Vakta málsnúmer

Fórum yfir fund MMS um samhæfingu og samvinnu í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór yfir kynningu MEMM (Menntun, móttaka, Menning) vegna samhæfingar og samvinnu í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Framundan er vinna við samræmt verklag um allt land sem og áframhaldandi þróun námsefnis. Sviðsstjóri fór einnig yfir fund sem hún sat vegna þessa og stöðu málaflokksins m.a. í skólaþjónustunni í Fjallabyggð. Mikilvægt er að safna ýmsum gögnum er þessi mál varðar til að geta mætt þörfum þessara barna og fjölskyldna.

2.Sálfræðiþjónusta í grunnskólanum

Málsnúmer 2511047Vakta málsnúmer

Endurskoða þarf sálfræðiþjónustusamning vegna breyttra aðstæðna.
Samþykkt
Sviðsstjóri fór yfir stöðuna vegna þess að sá sem sinnt hefur sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskólann hefur snúið til annarra starfa og stofan getur ekki sinnt viðtölum í Fjallabyggð en tekur áfram ákveðnar greiningar sem þörf er talin á. Samið hefur verið við fjölskylduráðgjafa um að sinna ákveðinni þjónustu til vorsins en ætlunin er í vetur að kortleggja og fara heildstætt yfir þjónustuþörfina.

3.Umsókn um fræðslustyrk

Málsnúmer 2510005Vakta málsnúmer

Umsókn um fræðslustyrk sem frestað var á 155. fundi fræðslu- og frístundanefndar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi styrkumsókn vegna afnota af íþróttahúsi fyrir námskeið vegna yngri barna.

4.Námsgagnasjóður - úthlutun

Málsnúmer 2510076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úthlutun til Grunnskóla Fjallabyggðar frá Námsgagnasjóði.
Lagt fram til kynningar
Árleg úthlutun Námsgagnasjóðs á framlagi til skóla vegna 2025-2026. Grunnskóli Fjallabyggðar fékk kr. 402.888.-

5.Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Málsnúmer 2511034Vakta málsnúmer

Beiðni um að samræma innritun barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk næsta haust.
Samþykkt
Fyrir liggur beiðni frá Miðstöð menntunar og þjónustu um að samræma dagsetningar vegna innritunar barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk á næsta ári.

Samræmd innritun markar vatnaskil þegar kemur að því að tryggja áreiðanlegar upplýsingar um alla nemendur íslenskra grunnskóla. Með þessu fyrirkomulagi skapast jafnframt margþættur ávinningur fyrir skólastjórnendur, svo sem:

Sjálfvirkar uppfærslur á nemendalistum
Sjálfvirk tenging við Ískrá skólahjúkrunarfræðinga
Sjálfvirk tenging við Gegni fyrir útgáfu bókasafnsskírteina
Sjálfvirk skil á nemendaupplýsingum til Hagstofu
Sjálfvirkar uppfærslur í námsumsjónarkerfum (s.s. Námfús og Mentor)

Allt ofangreint er til þess fallið að spara skólastjórnendum og starfsfólki þeirra dýrmætan tíma með minna skrifræði, auk þess að tryggja að engar umsóknir falli milli skips og bryggju.

6.Skýrsla um skólamáltíðir

Málsnúmer 2511044Vakta málsnúmer

Farið yfir skýrslu innviðaráðuneytis vegna skólamáltíða
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór í örstuttu máli yfir skýrslu innviðaráðuneytis vegna skólamáltíða. Er það mat starfshópsins að vel hafi tekist til á þessu fyrsta skólaári eftir að skólamáltíðir í grunnskólum urðu gjaldfrjálsar. Ávinningurinn er ljós en fyrir sveitarfélögunum liggja þó áskoranir auk þess sem ýmsum spurningum er enn ósvarað um verkefnið til framtíðar. Í skýrslunni kemur fram að ljóst sé að gjaldfrjálsar skólamáltíðir skapi jöfn tækifæri og tryggja að öll börn hafi aðgang að reglulegum, heitum máltíðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir tryggi einnig að öll börn hafi aðgang að gæðaríkum mat, sem var e.t.v. ekki raunin fyrir, en fjölgun skráninga í skólamat endurspeglar þetta. Mikilvægt er að fylgjast vel með matarsóun og gæðum og næringarinnihaldi matarins.

Aðgerðin þessi er tilraunaverkefni og sneri að því að skólamáltíðir grunnskólabarna yrðu gjaldfrjálsar á árunum 2024 - 2027. Starfshópurinn telur mikilvægt að ríkið taki ákvörðun um hvað verður um kostnaðarþátttöku þess í gjaldfrjálsum skólamáltíðum þegar tímarammi bráðabirgðaákvæðisins, sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, rennur út árið 2027.

7.Geðheilbrigðisþjónustu barna -Stöðuskýrsla

Málsnúmer 2511035Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla vegna geðheilbrigðismála barna.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór í örstuttu máli yfir stöðuskýrslu vegna geðheilbrigðismála. Finna má umfjöllun um umdæmi hverrar heilsugæslu fyrir sig sem áhugavert er að skoða.

Í skýrslunni kemur fram að eftir þennan fyrsta fasa verkefnisins um geðheilbrigðisteymi á heilsugæslum sé nauðsynlegt að stíga nokkur skref til að umbreytingarnar raungerist.


Áfram verður unnið að skilgreiningu, útfærslu og innleiðingu hins nýja tveggja þrepa skipulags sem byggist á almennri geðheilbrigðisþjónustu í nærumhverfi barns og sérhæfðri þjónustu á sjúkrahúsi. Skilgreina þarf nánar hlutverk hvors stigs fyrir sig, þar með talið ábyrgð, framboð, verklag og viðmið um gæði þjónustunnar.

Vinna er hafin við þróun vegvísis sem leiðir börn, ungmenni, aðstandendur og fagfólk með skýrum hætti í gegnum geðheilbrigðisþjónustu barna.
Mikilvægt er að þróa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og hagsmunaaðila samræmt verklag og gæðaviðmið fyrir geðheilbrigðisþjónustu barna.

8.Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Starfshópurinn hélt fund í nóvember.
Lagt fram til kynningar
Nefndarmenn ræddu um hvernig til hefur tekist fram til þessa og ljóst mætti vera að aldrei yrði hægt að koma til móts við allar þarfir en nauðsynlegt að nálgast flesta hópa eins og kostur er. Gerð verður könnun meðal fyrirtækja og foreldar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

9.Ungmennaþing SSNE 2026

Málsnúmer 2510071Vakta málsnúmer

Erindi barst frá SSNE vegna ungmennaþings.
Lagt fram til kynningar
SSNE hyggst endurvekja ungmennaráðsþing á starfssvæði sínu og sendi af því tilefni erindi til allra ungmennaráða þar sem óskað var eftir tillögum þeirra að efni á þinginu. Búið er að halda einn fund hjá ungmennaráði nú í haust og málið tekið fyrir en fyrirhugað er að halda næsta fund í janúar þar sem ræða á málið frekar.
Karen Sif, umsjónamaður Neon, fór með ungmennaráðsfulltrúa á ungmennaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 5. desember í Reykjavík og sagði frá því að vel hefði til tekist og nemendur ánægðir með þingið.
Þess má geta að nemendur MTR fóru til Kaupmannahafnar í lok nóvember þar sem þau hittu nemendaráð í tveimur skólum, Christianshavns gymnasium og Ørestads gymnasium. Ferðin var vel heppnuð og mun sviðsstjóri velferðarsviðs óska eftir að þau segi ungmennaráði frá ferðinni.

10.Heillaspor samningur undirritaður

Málsnúmer 2511045Vakta málsnúmer

Undirritaður samningur vegna Heillaspora
Lagt fram til kynningar
Fyrir liggur undirritaður samningur vegna Heillaspora verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 16:50.