Skýrsla um skólamáltíðir

Málsnúmer 2511044

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 09.12.2025

Farið yfir skýrslu innviðaráðuneytis vegna skólamáltíða
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór í örstuttu máli yfir skýrslu innviðaráðuneytis vegna skólamáltíða. Er það mat starfshópsins að vel hafi tekist til á þessu fyrsta skólaári eftir að skólamáltíðir í grunnskólum urðu gjaldfrjálsar. Ávinningurinn er ljós en fyrir sveitarfélögunum liggja þó áskoranir auk þess sem ýmsum spurningum er enn ósvarað um verkefnið til framtíðar. Í skýrslunni kemur fram að ljóst sé að gjaldfrjálsar skólamáltíðir skapi jöfn tækifæri og tryggja að öll börn hafi aðgang að reglulegum, heitum máltíðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir tryggi einnig að öll börn hafi aðgang að gæðaríkum mat, sem var e.t.v. ekki raunin fyrir, en fjölgun skráninga í skólamat endurspeglar þetta. Mikilvægt er að fylgjast vel með matarsóun og gæðum og næringarinnihaldi matarins.

Aðgerðin þessi er tilraunaverkefni og sneri að því að skólamáltíðir grunnskólabarna yrðu gjaldfrjálsar á árunum 2024 - 2027. Starfshópurinn telur mikilvægt að ríkið taki ákvörðun um hvað verður um kostnaðarþátttöku þess í gjaldfrjálsum skólamáltíðum þegar tímarammi bráðabirgðaákvæðisins, sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, rennur út árið 2027.