Geðheilbrigðisþjónustu barna -Stöðuskýrsla

Málsnúmer 2511035

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 09.12.2025

Stöðuskýrsla vegna geðheilbrigðismála barna.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór í örstuttu máli yfir stöðuskýrslu vegna geðheilbrigðismála. Finna má umfjöllun um umdæmi hverrar heilsugæslu fyrir sig sem áhugavert er að skoða.

Í skýrslunni kemur fram að eftir þennan fyrsta fasa verkefnisins um geðheilbrigðisteymi á heilsugæslum sé nauðsynlegt að stíga nokkur skref til að umbreytingarnar raungerist.


Áfram verður unnið að skilgreiningu, útfærslu og innleiðingu hins nýja tveggja þrepa skipulags sem byggist á almennri geðheilbrigðisþjónustu í nærumhverfi barns og sérhæfðri þjónustu á sjúkrahúsi. Skilgreina þarf nánar hlutverk hvors stigs fyrir sig, þar með talið ábyrgð, framboð, verklag og viðmið um gæði þjónustunnar.

Vinna er hafin við þróun vegvísis sem leiðir börn, ungmenni, aðstandendur og fagfólk með skýrum hætti í gegnum geðheilbrigðisþjónustu barna.
Mikilvægt er að þróa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og hagsmunaaðila samræmt verklag og gæðaviðmið fyrir geðheilbrigðisþjónustu barna.