Samhæfing og samvinna í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Málsnúmer 2511046

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 09.12.2025

Fórum yfir fund MMS um samhæfingu og samvinnu í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór yfir kynningu MEMM (Menntun, móttaka, Menning) vegna samhæfingar og samvinnu í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Framundan er vinna við samræmt verklag um allt land sem og áframhaldandi þróun námsefnis. Sviðsstjóri fór einnig yfir fund sem hún sat vegna þessa og stöðu málaflokksins m.a. í skólaþjónustunni í Fjallabyggð. Mikilvægt er að safna ýmsum gögnum er þessi mál varðar til að geta mætt þörfum þessara barna og fjölskyldna.