Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Málsnúmer 2511034

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 09.12.2025

Beiðni um að samræma innritun barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk næsta haust.
Samþykkt
Fyrir liggur beiðni frá Miðstöð menntunar og þjónustu um að samræma dagsetningar vegna innritunar barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk á næsta ári.

Samræmd innritun markar vatnaskil þegar kemur að því að tryggja áreiðanlegar upplýsingar um alla nemendur íslenskra grunnskóla. Með þessu fyrirkomulagi skapast jafnframt margþættur ávinningur fyrir skólastjórnendur, svo sem:

Sjálfvirkar uppfærslur á nemendalistum
Sjálfvirk tenging við Ískrá skólahjúkrunarfræðinga
Sjálfvirk tenging við Gegni fyrir útgáfu bókasafnsskírteina
Sjálfvirk skil á nemendaupplýsingum til Hagstofu
Sjálfvirkar uppfærslur í námsumsjónarkerfum (s.s. Námfús og Mentor)

Allt ofangreint er til þess fallið að spara skólastjórnendum og starfsfólki þeirra dýrmætan tíma með minna skrifræði, auk þess að tryggja að engar umsóknir falli milli skips og bryggju.