Sálfræðiþjónusta í grunnskólanum

Málsnúmer 2511047

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 09.12.2025

Endurskoða þarf sálfræðiþjónustusamning vegna breyttra aðstæðna.
Samþykkt
Sviðsstjóri fór yfir stöðuna vegna þess að sá sem sinnt hefur sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskólann hefur snúið til annarra starfa og stofan getur ekki sinnt viðtölum í Fjallabyggð en tekur áfram ákveðnar greiningar sem þörf er talin á. Samið hefur verið við fjölskylduráðgjafa um að sinna ákveðinni þjónustu til vorsins en ætlunin er í vetur að kortleggja og fara heildstætt yfir þjónustuþörfina.