Ungmennaþing SSNE 2026

Málsnúmer 2510071

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 43. fundur - 29.10.2025

Erindi til ungmennaráðs frá SSNE
Lagt fram til kynningar
SSNE óskar eftir hugmyndum og efni frá ungmennaráði vegna fyrirhugaðs Ungmennaþings SSNE sem halda á á vordögum 2026.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 09.12.2025

Erindi barst frá SSNE vegna ungmennaþings.
Lagt fram til kynningar
SSNE hyggst endurvekja ungmennaráðsþing á starfssvæði sínu og sendi af því tilefni erindi til allra ungmennaráða þar sem óskað var eftir tillögum þeirra að efni á þinginu. Búið er að halda einn fund hjá ungmennaráði nú í haust og málið tekið fyrir en fyrirhugað er að halda næsta fund í janúar þar sem ræða á málið frekar.
Karen Sif, umsjónamaður Neon, fór með ungmennaráðsfulltrúa á ungmennaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 5. desember í Reykjavík og sagði frá því að vel hefði til tekist og nemendur ánægðir með þingið.
Þess má geta að nemendur MTR fóru til Kaupmannahafnar í lok nóvember þar sem þau hittu nemendaráð í tveimur skólum, Christianshavns gymnasium og Ørestads gymnasium. Ferðin var vel heppnuð og mun sviðsstjóri velferðarsviðs óska eftir að þau segi ungmennaráði frá ferðinni.