Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

153. fundur 18. ágúst 2025 kl. 16:15 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir Varamaður
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Svæðisbundið farsældarráð Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508008Vakta málsnúmer

Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE kynnir farsældarráð Norðurlands eystra.
Lagt fram til kynningar
Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE, fór yfir hvernig svæðisbundnum farsældarráðum er ætlað að vinna og hvar tækifærin liggja í vinnunni. Hann leggur áherslu á samvinnu allra hagaðila í að stofna og leggja rækt við svæðisbundið farsældarráð.
Nefndin þakkar Þorleifi fyrir góða kynningu.

2.Upphaf skólastarfs grunnskólans

Málsnúmer 2508015Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Skólastjóri fór yfir undirbúning og skipulagningu komandi skólaárs.
Undir þessum dagskrárlið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir.
Töluverðar mannabreytingar eru nú í haust og í raun kynslóðaskipti. Nokkur starfa sem leiðbeinendur og eru í námi samhliða.
Breytingar verða á upphafi skóladags hjá 8. - 10. bekk en þau hefja daginn kl. 8:50 í stað 8:05.

3.Upphaf skólaárs leikskólans

Málsnúmer 2508016Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri fer yfir starf haustsins.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Halldóra Hafdísardóttir fulltrúi starfsmanna.
Leikskólinn hóf nýtt skólaár 12. ágúst sl.
Leikskólastjóri ítrekar að leysa þurfi húsnæðismál í Ólafsfirði. Fræðslu- og frístundanefnd vísar til fyrri bókunar og tekur undir með leikskólastjóra og leggur áherslu á að lausn verði fundin eins fljótt og auðið er enda ástandið óviðunandi.

4.Leikskóli skýrsla innra mats 2024-2025

Málsnúmer 2508014Vakta málsnúmer

Skýrsla innra mats Leikskóla Fjallabyggðar 2024-2025.
Lagt fram til kynningar
Leikskólastjóri fer yfir skýrsluna.

5.Erindi vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2507015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Auði Ösp Hlíðdal Magnúsdóttur og Daníel Pétri Baldurssyni, foreldrum barna á leikskóla í Fjallabyggð þar sem komið er á framfæri ábendingum, spurningum og áhyggjum vegna nýsamþykktra breytinga á skipulagi leikskólastarfs sem taka eiga gildi frá 1.ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tók erindið fyrir og beinir því til velferðarsviðs og vinnuhópsins að inn í hópinn komi fulltrúar foreldra leikskólabarna í báðum byggðakjörnum til þess að rýna breytingarnar í nóvember og mars líkt og óskað er eftir í erindinu.

6.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Nýtt og uppfært erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Styrkumsókn í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2506006Vakta málsnúmer

Umsóknir til Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna verkefnanna Heillaspors og íþrótta-, lista- og tómstundasmiðju fyrir börn með fjölbreyttar áskoranir.
Lagt fram til kynningar
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti í lok maí eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem miða að því að efla farsæld barna. Styrkirnir eru veittir til verkefna sem stuðla að bættri þjónustu og velferð barna, þar á meðal á sviði frístundastarfs, forvarna, samfélagslegrar virkni og ráðgjafar og stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir sem velferðarsvið Fjallabyggðar sendi ráðuneytinu. Önnur snýr að verkefni sem kallast Heillaspor og hin er vegna íþrótta-, lista- og tómstundasmiðja fyrir börn með fjölbreyttar áskoranir. Einnig er Fjallabyggð hluti af sameiginlegri umsókn allra sveitarfélaga innan SSNE um heildstæða fjölskylduþjónustu.

8.Íslenska æskulýðsrannsóknin

Málsnúmer 2507024Vakta málsnúmer

Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar frá vori 2025 liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór yfir helstu niðurstöður vegna Grunnskóla Fjallabyggðar.

9.Ungmennaráðstefna haust 2025

Málsnúmer 2508011Vakta málsnúmer

Ungmennaráðstefna UMFÍ fer fram dagana 12. - 14. september n.k. að Reykjum í Hrútafirði undir yfirskriftinni "Félagslegir töfrar".
Ráðstefnan var auglýst á heimasíðu Fjallabyggðar um leið og erindið barst.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að haft verði samband við fulltrúa í Ungmennaráði Fjallabyggðar og þau upplýst um ráðstefnuna.

10.Göngum í skólann 2025

Málsnúmer 2508012Vakta málsnúmer

Göngum í skólann. Hvatning frá Íþrótta- og Ólimpíusambandi Íslands um að nemendur taki þátt í árlegu átaki um að ganga í skólann.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Eflum skátastarf á landsbyggðinni

Málsnúmer 2507004Vakta málsnúmer

Skátahreyfingin hyggst ferðast um landið og kynna starfsemi sína.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Gullakistan fyrir samstarf skólastiga og safna

Málsnúmer 2508013Vakta málsnúmer

Gullakistan fyrir samstarf skólastiga og safna/setra/sýninga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Samstarfssamningur um Landsmót UMFÍ 50 2025 í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502019Vakta málsnúmer

Landsmót UMFÍ 50
Lagt fram til kynningar
Farið yfir hvernig til tókst með landsmótið. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar öllum aðilum sem þátt tóku og sjálfboðaliðum og þakkar vel unnin störf.

14.Fjármálafræðsla fyrir unglinga ARG viðburðir

Málsnúmer 2508017Vakta málsnúmer

Vinnustofa fyrir ungt fólk í fjármálalæsi.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd telur verkefnið áhugavert og felur sviðsstjóra að ræða við skólastjóra grunnskólans.

Fundi slitið - kl. 19:00.