Upphaf skólaárs leikskólans

Málsnúmer 2508016

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 18.08.2025

Leikskólastjóri fer yfir starf haustsins.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Halldóra Hafdísardóttir fulltrúi starfsmanna.
Leikskólinn hóf nýtt skólaár 12. ágúst sl.
Leikskólastjóri ítrekar að leysa þurfi húsnæðismál í Ólafsfirði. Fræðslu- og frístundanefnd vísar til fyrri bókunar og tekur undir með leikskólastjóra og leggur áherslu á að lausn verði fundin eins fljótt og auðið er enda ástandið óviðunandi.