Erindi vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2507015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 883. fundur - 10.07.2025

Fyrir liggur erindi frá Auði Ösp Hlíðdal Magnúsdóttur og Daníel Pétri Baldurssyni, foreldrum barna á leikskóla í Fjallabyggð þar sem komið er á framfæri ábendingum, spurningum og áhyggjum vegna nýsamþykktra breytinga á skipulagi leikskólastarfs sem taka eiga gildi frá 1.ágúst 2025.
Vísað til starfshóps
Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem fram koma í erindinu og bendir á að ítarleg vinna fór fram í vinnuhópi um betri leikskóla varðandi þær breytingar sem búið er að samþykkja. Vinnuhópurinn hélt fundi með ýmsum hagaðilum áður en til lokaskýrslu hópsins kom, m.a. var haldinn íbúa- og foreldrafundur þann 9. apríl þar sem helstu hugmyndir voru kynntar. Mikilvægt er jafnframt að gera leikskólann að eftirsóknarverðum vinnustað og er því þetta fyrirkomulag einungis hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð beinir því til velferðarsviðs og vinnuhópsins að inn í hópinn komi fulltrúar foreldra leikskólabarna í báðum byggðakjörnum til þess að rýna breytingarnar í nóvember og mars líkt og óskað er eftir í erindinu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 18.08.2025

Fyrir liggur erindi frá Auði Ösp Hlíðdal Magnúsdóttur og Daníel Pétri Baldurssyni, foreldrum barna á leikskóla í Fjallabyggð þar sem komið er á framfæri ábendingum, spurningum og áhyggjum vegna nýsamþykktra breytinga á skipulagi leikskólastarfs sem taka eiga gildi frá 1.ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tók erindið fyrir og beinir því til velferðarsviðs og vinnuhópsins að inn í hópinn komi fulltrúar foreldra leikskólabarna í báðum byggðakjörnum til þess að rýna breytingarnar í nóvember og mars líkt og óskað er eftir í erindinu.