Upphaf skólastarfs grunnskólans

Málsnúmer 2508015

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 18.08.2025

Skólastjóri fer yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Skólastjóri fór yfir undirbúning og skipulagningu komandi skólaárs.
Undir þessum dagskrárlið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir.
Töluverðar mannabreytingar eru nú í haust og í raun kynslóðaskipti. Nokkur starfa sem leiðbeinendur og eru í námi samhliða.
Breytingar verða á upphafi skóladags hjá 8. - 10. bekk en þau hefja daginn kl. 8:50 í stað 8:05.