Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 06.02.2018

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem Fjallabyggð er aðild að. Unnið er að því í ráðuneytinu að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Frestur til að skila upplýsingum er til 1. mars n.k.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 01.09.2020

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24.08.2020 er varðar athugasemdir við samninga sveitarfélagsins sem varða samvinnu við önnur sveitarfélög ásamt leiðbeiningum vegna samvinnu sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Lagt er fram minnisblað lögmanns Fjallabyggðar dags. 26. nóvember 2021 er varðar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 24. ágúst sl. um samninga á milli sveitarfélaga.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að láta taka saman minnisblað um kosti og galla þeirra leiða sem tíundaðar eru í framlögðu minnisblaði og leggja fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 726. fundur - 13.01.2022

Lögð er fyrir fundinn afgreiðsla bæjarráðs Dalvíkurbyggðar dags. 16. desember 2021 ásamt minnisblaði bæjarlögmanns Dalvíkurbyggðar.

Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Sesselja Árnadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, kl:8:15 í gegnum TEAMS fund.

Sesselja vék af fundi kl.8:34.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir boð um samráðsfund sveitarfélaganna og felur bæjarstjóra, í samráði við sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar að boða sveitarstjórnir til fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Á nýlegum samráðsfundi sveitastjórnar Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var ákveðið að hvort sveitarfélag um sig myndi skipa 2 fulltrúa í samráðshóp til að skoða möguleg rekstrarform á því samstarfi sem um ræðir.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að skipa formann bæjarráðs og bæjarstjóra í samráðshópinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 731. fundur - 24.02.2022

Lagðar fram fundargerðir 1. og 2. fundar vinnuhóps Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar vegna rekstrarforms málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum.

Í 2. fundargerð hópsins er, með rökstuddum hætti, lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 743. fundur - 19.05.2022

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar að samstarfssamningi um samráð og samstarf um félagslega þjónustu. Markmið samningsins er að efla félagsþjónustu sveitarfélaganna með samráði og samstarfi sín á milli.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 215. fundur - 25.05.2022

Á 743. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 19. maí voru lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar að samstarfssamningi um samráð og samstarf um félagslega þjónustu. Markmið samningsins er að efla félagsþjónustu sveitarfélaganna með samráði og samstarfi sín á milli. Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti og vísaði þeim til bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlögð drög og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar með fyrirvara um afgreiðslu sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 09.06.2022

Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samráð og samstarf um félagslega þjónustu, sem bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 25. maí og sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní síðastliðinn.