Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025

Málsnúmer 2204028

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 09.06.2022

Lögð fram drög að endurnýjaðri jafnréttisáætlun og jafnréttisstefnu Fjallabyggðar. Umtalsverð breyting er á framsetningu áætlunarinnar m.v. fyrri áætlanir, sem skýrist fyrst og fremst af lagabreytingu jafnréttislöggjafarinnar sem samþykkt var á Alþingi 2020. Gert er ráð fyrir að uppfærð drög að Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar verði lögð fram fyrir fund félagsmálanefndar í septembermánuði.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 10.11.2022

Lögð fram tillaga að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025. Í áætluninni eru markmið sveitarfélagsins í jafnréttismálum skilgreind, tilgreint hvernig skal unnið að þeim og hver ber ábyrgð á aðgerðum. Áætlunin skiptist í fjóra hluta: Fjallabyggð sem stjórnvald, Fjallabyggð sem vinnuveitandi, Fjallabyggð sem þjónustuveitandi og eftirfylgni áætlunar. Undir hverjum kafla eru sett fram markmið til þess að ná auknu jafnrétti í sveitarfélaginu, með vísan í þær greinar jafnréttislaga sem verið er að uppfylla. Undir hverju markmiði eru tilgreindar aðgerðir, hver ber ábyrgð á framkvæmd þeirra og hvenær ber að útfæra þær. Jafnréttisáætlunin er yfirfarin a.m.k. árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum. Félagsmálanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.