Bæjarstjórn Fjallabyggðar

135. fundur 07. september 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
.
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Helgu Helgadóttur.
Í hennar stað mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að taka á dagskrá fundargerð 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016

Málsnúmer 1609001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Á fund bæjarráðs mættu deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála Kristinn J. Reimarsson og skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og gerðu grein fyrir stöðu umbótaáætlunar sem gerð var í framhaldi af úttekt Menntamálastofnunar á starfsemi grunnskólans í október 2015.

    Lagt var fram minnisblað skólastjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 1. september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Á 462. fundi bæjarráðs, 23. ágúst 2016 var tekið fyrir erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar þar sem óskað var eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins.

    Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar skíðafélagsins komi á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Tekin fyrir beiðni Golfklúbbs Fjallabyggðar, dagsett 1. september 2016, um styrk vegna viðhalds á sláttuvél, með vísan í þjónustusamning við Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að veita golfklúbbnum styrk að upphæð 250 þúsund.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Golfklúbbi Fjallabyggðar styrk að upphæð kr. 250 þúsund vegna viðhalds sláttuvélar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Á 442. fundi bæjarráðs, 26. apríl 2016, var tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara, Siglufirði, dagsett 19. apríl 2016, varðandi aðstöðu undir púttvöll. Bæjarráð óskaði eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um málið.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindi félagsins og hvetur félagsmenn til að nýta sér þá aðstöðu sem er í bæjarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara, Ólafsfirði, dagsett 14. maí 2016, varðandi aðstöðu undir púttvöll. Bæjarráð óskaði eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um málið.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindi félagsins og hvetur félagsmenn til að nýta sér þá aðstöðu sem er í bæjarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Tekið fyrir erindi Ásþórs Guðmundssonar, dagsett 27. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir því að fá að eignast og endurbyggja Kirkjuveg 4 Ólafsfirði, með þeim skilyrðum að bæjarfélagið veiti framkvæmdalán að upphæð 7,5 millj. til viðbótar þeirri upphæð sem áætluð var í niðurrif þess.

    Bæjarráð hafnar kaupbeiðni frá Ásþóri Guðmundssyni um kaup á húsinu að Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði á grundvelli þess að bærinn ætlar sér ekki að veita framkvæmdalán til endurbóta.

    Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar áætlar verktaki sá sem var fenginn til að rífa húsið að hefja verkið um miðjan september og ljúka því í haust.

    Bæjarráð áréttar að staðið sé við þá verkáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Á 463. fundi bæjarráðs, 30. ágúst 2016 var upplýst um nýjan kjarasamning sem undirritaður var 23. ágúst sl. milli samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um þýðingu kjarasamningsins fyrir Fjallabyggð.

    Umsögn lögð fram.

    Niðurstaða atkvæðagreiðslu Félags grunnskólakennara, um samninginn liggur nú fyrir og varð niðurstaðan sú að félagsmenn felldu samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Á 462. fundi bæjarráðs, 23. ágúst 2016 var lagt fram rekstraryfirlit Fjallabyggðar fyrir janúar til júní 2016.

    Bæjarstjóri gerði bæjarráði nánari grein fyrir stöðu einstakra málaflokka og sjóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.9 1607022 Fjallskil 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lagður fram samningur um fjallskil í Héðinsfirði við Fjallskiladeild Austur- Fljóta, dagsettur 31. ágúst 2016, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Samningar við verktaka um snjómokstur voru framlengdir árið 2015 um eitt ár eða til 15. maí 2016. Samkvæmt samningum er heimilt að framlengja samningana um eitt ár tvisvar sinnum.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samning um snjómokstur um eitt ár við Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að framlengja samning um snjómokstur um eitt ár við Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.
    Ásgeir Logi Ásgeirsson sat hjá.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir ágúst 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 746,1 m.kr. sem er 103,2% af áætlun tímabilsins sem var 722,8 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 47,8 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 24,5 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 23,3 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.
    Aðalskýring á stöðu deilda umfram áætlun tengist breytingum í kjölfar síðustu kjarasamninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lögð fram drög að viðauka sjö við fjárhagsáætlun 2016.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að sjöunda viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lagður fram til kynningar útreikningur á þeim breytingum sem hafa orðið á launum vegna kjarasamninga 2016.

    Við áætlanagerð ársins var því spáð að launabreytingar yrðu um 8%, en samkvæmt útreikningum verða þær um 13%. Um er að ræða tæpar 50 m.kr. í aukinn launakostnað bæjarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að vísa frekari umfjöllun um breytingu á launaáætlun til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um rekstrarkostnað á hvern nemanda í grunnskóla eftir stærð skóla rekstrarárið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Í tengslum við næstu Alþingiskosningar er Þjóðskrá Íslands að hefja undirbúning vegna þess og býður sveitarfélögunum að nota svokallað Kjördeildakerfi til þess að tilgreina kjörstaði og raða heimilisföngum niður á kjördeildir. Með því eiga að fást heildstæðar upplýsingar og yfirlit yfir öll heimilisföng í sveitarfélagi, á hvaða kjörstað kjósendur með búsetu á hverju heimilisfangi eiga að kjósa og í hvaða kjördeild.
    Umrætt kjördeildakerfi var nýtt af ríflega 30 sveitarfélögum í síðustu forsetakosningum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Dagur íslenskrar náttúru verður að venju þann 16. september.

    Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 eru vættir sem búa í og vaka yfir náttúrunni okkar.

    Undanfarin ár hafa sveitarfélög, skólar, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök fagnað Degi íslenskrar náttúru með fjölbreyttum hætti, efnt til viðburða, vakið athygli á málefnum sem varða íslenska náttúru eða haft náttúruna sem þema við leik og störf á þessum degi.

    Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa Dag íslenskrar náttúru í huga í starfi sínu framundan og halda hann hátíðlegan.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Tekin fyrir beiðni Lísebetar Hauksdóttur, dagsett 1. september 2016, um að bæjarfélagið styrki rútuakstur fyrir elstu deild leikskólabarna á Siglufirði þannig að þau geti sótt íþróttaskóla/fimleika í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, en hvetur umsjónarmann áfangans til að nýta sér þau mannvirki sem eru til staðar á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    205. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 6. september 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 284. fundi, 24. ágúst 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 464. fundar bæjarráðs staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016

Málsnúmer 1608010FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Erindi frá Mikael Mikaelssyni varðandi eignamörk milli Vermundarstaða og landspildu úr landi Vermundarstaða (Vermundarstaðir land 150941).

    Tæknideild falið að tryggja að ekki sé gengið á þinglýsta eign Mikaels Mikaelssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Aðaluppdrættir lagðir fyrir nefnd.

    Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Umræða um lóðamörk lóða að Kirkjuvegi og Strandgötu í Ólafsfirði. Kirkjuvegur 12 og 14. Strandgata 17 og 19.

    Vegna misræmis í lóðarleigusamningum milli ofantaldra lóða samþykkir nefndin að breyta lóðarmörkum milli Kirkjuvegar 12-14 og Strandgötu 17-19. Tæknideild falið að kynna niðurstöðu fyrir lóðarhöfum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna frágangs á bakka við Suðurgötu 28 lögð fram. Í henni kemur fram að samþykkt fyrir frágangi á bakka á kostnað Fjallabyggðar hafi verið byggð á röngum forsendum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Umræða um umferðaröryggi í Fjallabyggð.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hámarkshraði á þjóðvegi í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð verði minnkaður niður í 35km/klst.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hámarkshraði í gegnum Ólafsfjörð verði minnkaður í 35 km/klst.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Sótt er um að setja niður nýtt frístundahús á lóðinni í stað eldra húss sem hefur verið fjarlægt. Húsið var byggt á Akureyri og verður flutt fullbyggt á lóðina.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016

Málsnúmer 1608011FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 31. ágúst 2016.

    Siglufjörður 10.960 tonn í 1.534 löndunum.
    Ólafsfjörður 396 tonn í 454 löndunum.

    Samanburður frá sama tímabili 2015.

    Siglufjörður 12.556 tonn í 1.816 löndunum.
    Ólafsfjörður 442 tonn í 508 löndunum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tóku bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Í erindi Umhverfisstofnunar, dagsett 23. júní 2016, kemur fram að endurskoða þurfi áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

    Erindinu var vísað til bæjarstjóra og yfirhafnarvarðar. Málið verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlana og ákvörðun gjaldskrár Fjallabyggðahafna í desember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Drög að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands unnin af stefnumótunarnefnd Hafnasambandsins lögð fyrir hafnarstjórn til umsagnar.

    Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Teikning af stækkuðu dýpkunarsvæði lögð fyrir hafnarstjórn til kynningar. Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 40. hafnasambandsþings á Ísafirði dagana 13. og 14. október 2016.

    Fulltrúi hafnarstjórnar Fjallabyggðar mun sækja þingið fyrir hönd hafnarstjórnar og verður það Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Umræða um framkvæmdakostnað og fjárþörf fyrir framkvæmdir á bæjarbryggju.

    Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdakostnað og fjárþörf fyrir framkvæmdir á bæjarbryggju. Kostnaður við framkvæmdina er á pari við áætlun.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna lögð fyrir hafnarstjórn til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lagt fyrir hafnarstjórn til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Hafnarstjórn fagnar sjósetningu nýs skips Rammans, Sólbergi, sem fram fór í Tyrklandi fyrir helgina. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 5. september 2016 Teikning varðandi malbikun í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju lögð fyrir hafnarstjórn til kynningar.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur hafnarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar hafnarstjórnar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016

Málsnúmer 1608009FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Ársskýrsla Tónskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2015 - 2016 lögð fram til kynningar.
    Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Magnúsi greinargóða skýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Lögð fram umsókn um tímabunda leikskóladvöl utan lögheimilssveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 6. júní sl. var til umfjöllunar áskorun UÍF þess efnis að Fjallabyggð verði Heilsueflandi samfélag. Á fundinum var deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að taka saman upplýsingar um hvað það felur í sér að vera heilsueflandi samfélag ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir nefndina.
    Minnisblað deildarstjóra lagt fram.
    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði af stað með verkefnið og Fjallabyggð verði aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag.
    Berglind Hrönn og Olga Gísladóttur véku af fundi kl. 18:30.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Á fundi bæjarráðs þann 3.nóvember 2015 var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er varðar akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.
    Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að reglur um frítíma verði endurskoðaðar og tekið verið tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi Óskars Þórðarsonar.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá Námsgagnasjóði um úthlutun úr sjóðnum 2016. Grunnskóli Fjallabyggðar fékk úthlutað 249.874 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 5. september 2016 Lagðar fram til kynningar ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 1607013Vakta málsnúmer

Á 456. fundi bæjarráðs, 26. júlí 2016, var lagt fram minnisblað frá deildarstjóra félagsmáladeildar, dagsett 12. júlí 2016, ásamt tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkti að taka tillögu að lögreglusamþykkt til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 samþykkti bæjarráð tillögu að lögreglusamþykkt og vísaði henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð og að samþykktin verði send hið fyrsta til lögregluyfirvalda og Vegagerðar.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016.

Fundi slitið.