Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

205. fundur 01. september 2016 kl. 17:00 - 17:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi

1.Eignamörk Vermundarstöðum

Málsnúmer 1608057Vakta málsnúmer

Erindi frá Mikael Mikaelssyni varðandi eignamörk milli Vermundarstaða og landspildu úr landi Vermundarstaða (Vermundarstaðir land 150941).

Tæknideild falið að tryggja að ekki sé gengið á þinglýsta eign Mikaels Mikaelssonar.

2.Líkamsræktin Ólafsfirði - Viðbygging

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Aðaluppdrættir lagðir fyrir nefnd.

Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti.

3.Lóðamörk: Kirkjuvegur 12 og 14.Strandgata 17 og 19.

Málsnúmer 1608029Vakta málsnúmer

Umræða um lóðamörk lóða að Kirkjuvegi og Strandgötu í Ólafsfirði. Kirkjuvegur 12 og 14. Strandgata 17 og 19.

Vegna misræmis í lóðarleigusamningum milli ofantaldra lóða samþykkir nefndin að breyta lóðarmörkum milli Kirkjuvegar 12-14 og Strandgötu 17-19. Tæknideild falið að kynna niðurstöðu fyrir lóðarhöfum.

4.Suðurgata 28 - Frágangur á bakka

Málsnúmer 1608014Vakta málsnúmer

Umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna frágangs á bakka við Suðurgötu 28 lögð fram. Í henni kemur fram að samþykkt fyrir frágangi á bakka á kostnað Fjallabyggðar hafi verið byggð á röngum forsendum.

5.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1011045Vakta málsnúmer

Umræða um umferðaröryggi í Fjallabyggð.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hámarkshraði á þjóðvegi í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð verði minnkaður niður í 35km/klst.

6.Umsókn um byggingarleyfi, Syðri-Gunnólfsá

Málsnúmer 1608056Vakta málsnúmer

Sótt er um að setja niður nýtt frístundahús á lóðinni í stað eldra húss sem hefur verið fjarlægt. Húsið var byggt á Akureyri og verður flutt fullbyggt á lóðina.

Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.