Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

31. fundur 05. september 2016 kl. 17:15 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Olga Gísladóttir leikskólastjóri
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Steingrímur Óli Hákonarson aðalmaður D-lista boðaði forföll. Enginn varamaður kom í hans stað. Sóley Anna Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista boðaði forföll. Enginn varamaður kom í hennar stað.

1.Ársskýrsla Tónskóla Fjallabyggðar 2015 -2016

Málsnúmer 1608039Vakta málsnúmer

Lagt fram
Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Ársskýrsla Tónskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2015 - 2016 lögð fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Magnúsi greinargóða skýrslu.

2.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilssveitarfélags

Málsnúmer 1608063Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt.

3.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilssveitarfélags

Málsnúmer 1608064Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um tímabunda leikskóladvöl utan lögheimilssveitarfélags.
Samþykkt.

4.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1609005Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
Samþykkt.

5.Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1609010Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
Samþykkt.

6.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 6. júní sl. var til umfjöllunar áskorun UÍF þess efnis að Fjallabyggð verði Heilsueflandi samfélag. Á fundinum var deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að taka saman upplýsingar um hvað það felur í sér að vera heilsueflandi samfélag ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir nefndina.
Minnisblað deildarstjóra lagt fram.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði af stað með verkefnið og Fjallabyggð verði aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Berglind Hrönn og Olga Gísladóttur véku af fundi kl. 18:30.

7.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Á fundi bæjarráðs þann 3.nóvember 2015 var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er varðar akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.
Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að reglur um frítíma verði endurskoðaðar og tekið verið tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi Óskars Þórðarsonar.

8.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016

Málsnúmer 1608058Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar bréf frá Námsgagnasjóði um úthlutun úr sjóðnum 2016. Grunnskóli Fjallabyggðar fékk úthlutað 249.874 kr.

9.Ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla

Málsnúmer 1608062Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagðar fram til kynningar ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla.

Fundi slitið.