Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 1607013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð á þar næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 456. fundur - 26.07.2016

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra félagsmáladeildar, dagsett 12. júlí 2016, ásamt tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð.

Tillaga að lögreglusamþykkt verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 459. fundur - 02.08.2016

Á 456. fundi bæjarráðs, 26. júlí 2016, var lagt fram minnisblað frá deildarstjóra félagsmáladeildar, dagsett 12. júlí 2016, ásamt tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkti að taka tillögu að lögreglusamþykkt til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að lögreglusamþykkt fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar í september 2016.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 07.09.2016

Á 456. fundi bæjarráðs, 26. júlí 2016, var lagt fram minnisblað frá deildarstjóra félagsmáladeildar, dagsett 12. júlí 2016, ásamt tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkti að taka tillögu að lögreglusamþykkt til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 samþykkti bæjarráð tillögu að lögreglusamþykkt og vísaði henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð og að samþykktin verði send hið fyrsta til lögregluyfirvalda og Vegagerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 515. fundur - 22.08.2017

Í erindi frá dómsmálaráðuneytinu dags. 16. ágúst 2017 er tilkynnt að ráðuneytið hafi yfirfarið lögreglusamþykktina sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 7. september 2016. Gerð er ein athugasemd við samþykktina, þ.e. að í 31. gr. er rétt að vísa til laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 í stað laga um meðferð opinberra mála.

Bæjarráð samþykkir breytingartillögu dómsmálaráðuneytisins og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að uppfæra samþykktina og senda dómsmálaráðuneytinu samþykktina til staðfestingar og birtingar.