Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016

Málsnúmer 1608010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 07.09.2016

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Erindi frá Mikael Mikaelssyni varðandi eignamörk milli Vermundarstaða og landspildu úr landi Vermundarstaða (Vermundarstaðir land 150941).

  Tæknideild falið að tryggja að ekki sé gengið á þinglýsta eign Mikaels Mikaelssonar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Aðaluppdrættir lagðir fyrir nefnd.

  Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Umræða um lóðamörk lóða að Kirkjuvegi og Strandgötu í Ólafsfirði. Kirkjuvegur 12 og 14. Strandgata 17 og 19.

  Vegna misræmis í lóðarleigusamningum milli ofantaldra lóða samþykkir nefndin að breyta lóðarmörkum milli Kirkjuvegar 12-14 og Strandgötu 17-19. Tæknideild falið að kynna niðurstöðu fyrir lóðarhöfum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna frágangs á bakka við Suðurgötu 28 lögð fram. Í henni kemur fram að samþykkt fyrir frágangi á bakka á kostnað Fjallabyggðar hafi verið byggð á röngum forsendum.

  Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Umræða um umferðaröryggi í Fjallabyggð.

  Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hámarkshraði á þjóðvegi í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð verði minnkaður niður í 35km/klst.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hámarkshraði í gegnum Ólafsfjörð verði minnkaður í 35 km/klst.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 1. september 2016 Sótt er um að setja niður nýtt frístundahús á lóðinni í stað eldra húss sem hefur verið fjarlægt. Húsið var byggt á Akureyri og verður flutt fullbyggt á lóðina.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 135. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.