Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

196. fundur 27. janúar 2016 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetning Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1507035Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi áhugamannahóps um Jólabæinn Ólafsfjörð ásamt nánari útskýringum á hugmynd hópsins.

Á 194.fundi nefndarinnar óskaði markaðs- og menningarnefnd eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu hópsins um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg, 8-10fm að stærð. Nefndin tók vel í þá hugmynd að notast yrði við stærri hús á þessum stað en ekki að þau yrðu varanleg þar sem það myndi rýra notagildi svæðisins. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu og tillögu hópsins að staðsetningu og umfangi húsanna.

Nefndin mun fjalla um málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

2.Hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1510108Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga tæknideildar að hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði.

Tæknifulltrúa falið að koma með tvær tillögur að staðsetningu grillaðstöðu á næsta fund nefndarinnar.

3.Stefnumótun ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1601065Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd mun hafa ferðamál í öndvegi við gerð endurskoðun aðalskipulags. Nefndin óskar eftir því að tæknifulltrúi geri grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags, m.a. við stöðu ferðamála á næsta fundi.

4.Deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 1601077Vakta málsnúmer

Umræða tekin í nefndinni um að hefja vinnu við deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar. Lagðar voru fram þrjár útfærslur af lagfærðum gatnamótum Gránugötu, Snorragötu og Suðurgötu.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Aðalgata 10 Siglufirði

Málsnúmer 1601073Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar og umsókn um byggingarleyfi við Aðalgötu 10 á Siglufirði, f.h. Joachim ehf. Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi.

Erindi samþykkt og deildarstjóra tæknideildar falið að sjá um eftirlit með framkvæmdinni.

6.Stækkun lóðar - Hverfisgata 3 Siglufirði

Málsnúmer 1601074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseiganda við Hverfisgötu 3, Siglufirði. Óskað er eftir stækkun lóðar sem nemur óúthlutuðu landi milli lóðanna Hverfisgötu 1, Hverfisgötu 3, Lindargötu 12 og Lindargötu 14. Umrætt svæði hefur hingað til verið afmarkað sem hluti lóðarinnar Hverfisgötu 3 og í umsjá fyrrverandi og núverandi húseiganda.

Erindi samþykkt og tæknifulltrúa falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi.

7.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu í Fjallabyggð. Breyting er gerð á notkunargjaldi skv. 6.grein gjaldskrárinnar, það hækkar um 4,5% í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir 2016. Önnur gjöld í gjaldskránni miðast við byggingarvísitölu.

8.Hönnun skólalóðar við Tjarnarstíg - Ólafsfirði

Málsnúmer 1601072Vakta málsnúmer

Frumdrög að hönnun skólalóðar við Tjarnarstíg lögð fram til kynningar.

9.Skil á lóð - Hvanneyrarbraut 27 Siglufirði

Málsnúmer 1512031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag um skil á lóðinni Hvanneyrarbraut 27 til Fjallabyggðar.

10.Rekstraryfirlit nóvember 2015

Málsnúmer 1601001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir nóvember 2015.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 12 millj. kr. sem er 68% af áætlun tímabilsins sem var 17,5 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 14,5 millj. kr. sem er 63% af áætlun tímabilsins sem var 23,1 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 102 millj. kr. sem er 97% af áætlun tímabilsins sem var 105,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál er 46,8 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 52 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð er -129,7 millj. kr. sem er 115% af áætlun tímabilsins sem var -112,3 millj. kr.

Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 16,9 millj. kr. sem er 50% af áætlun tímabilsins sem var 33,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun er -25,9 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var -33,9 millj. kr.

Fundi slitið.