Bæjarstjórn Fjallabyggðar

125. fundur 18. desember 2015 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Steinunn María Sveinsdóttir varaforseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Ríkharði Hólm Sigurðssyni, sem boðaði forföll.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015

Málsnúmer 1511015FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Á 419. fundi bæjarráðs, 17. nóvember 2015, samþykkti bæjarráð að óska eftir úttekt íþrótta- og tómstundafulltrúa á tækjakosti líkamsræktarstöðvanna í Fjallabyggð.

    Lagður fram listi yfir það sem talið er að bráðvanti að endurnýja í tækjakosti.

    Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna með möguleika á tækjaleigu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð, til 15. maí 2016, með vísun í heimildarákvæði.

    Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings við
    Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum framlengingu samnings á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð til 15. maí 2016, við
    Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

    Á 417. fundi bæjarráðs, 6. nóvember 2015, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir umsóknir um starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, taka viðtöl við þá umsækjendur sem helst koma til greina og að því loknu leggja tillögu fyrir bæjarráð.

    Lögð fram tillaga bæjarstjóra og formanns bæjarráðs.

    Gerð er tillaga um að ráða Kristinn J. Reimarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála frá 1. janúar 2016.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomna tillögu.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að ráða Kristin J. Reimarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála frá 1. janúar 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lagðar fram til kynningar tillögur áhugahóps um jólabæinn Ólafsfjörð, dagsettar 17. nóvember 2015.

    Tillögurnar verða til umfjöllunar í Markaðs- og menningarnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

    Lagt fram erindi frá heilbrigðisfulltrúa N. vestra, Sigurjóni Þórðarsyni um breytingu á innheimtu eftirlitsgjalda.

    Fyrirhugað er að innheimtan fari ekki í gegnum skrifstofur sveitarfélaga eins og nú er, heldur verði eftirlitsaðilar rukkaðir beint af eftirlitinu.

    Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki lagt mat hve breytingin mun valda miklum kostnaðarauka fyrir eftirlitið en þegar það liggur fyrir verða lagðar til breytingar fyrir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, á samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

    Umsögn bæjarstjóra lögð fram.

    Bæjarráð styður tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lagt fram erindi frá Bryndísi Þorsteinsdóttur, dagsett 13. nóvember um leikskólapláss.

    Á 419. fundi bæjarráðs, 17. nóvember 2015, var tekið fyrir erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur um að kannað verði hvort hægt sé að koma börnum sem fædd eru í apríl og maí 2015 fyrr inn á leikskólann Leikskála, en í ágúst 2016.

    Þá bókaði bæjarráð að því miður leyfðu aðstæður ekki innritun barna að vori. Leikskólinn á Siglufirði væri fullsetinn og ákveðnar væru framkvæmdir við leikskólann til að mæta aukinni eftirspurn.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis þar til búið verði að kanna ákveðna þætti þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lögð fram kynning á European Voluntary Service.

    Bent er á að sveitarfélög geti boðið ungu fólki frá Evrópu til sín til að taka þátt í alls konar verkefnum á vegum sveitarfélagsins og sótt um styrk til þess.
    Sambærilegt tækifæri sé einnig fyrir íslensk atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18-30 að fara til Evrópu og öðlast lærdómsreynslu fyrir lífið.

    Meðalstyrkur á mánuði til að taka á móti/senda einn sjálfboðaliða er kr. 105.000 fyrir uppihaldi og vasapeningum, auk ferðastyrks.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar Fræðslu- og frístundanefndar og Ungmennaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni Flokkunar Eyjafjörður ehf. um stöðu mála varðandi brennslur á aukaafurðum úr dýrum. Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til stjórnar Ofanflóðasjóðs, dagsett 25. nóvember 2015 í tengslum við skemmdir á mannvirkjum á Siglufirði í hamfaraúrfelli 28. ágúst 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Í erindi Innanríkisráðuneytis frá 23. nóvember er vakin athygli sveitarfélaga á breytingum á lögræðislögum sem taka gildi 1. janúar 2016.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Boðað er til aðalfundur Róta bs. í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfirði miðvikudaginn 16.desember kl. 14:00.

    Í 10. grein samþykkta segir:

    Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda, samkvæmt Hagstofu Íslands, þann 1. janúar yfirstandandi árs.
    Kjörgengir til setu á aðalfundi eru aðal- og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaganna.

    Samkvæmt því eru fulltrúar Fjallabyggðar sjö.

    Fulltrúar Fjallabyggðar á aðalfund Róta bs verða:

    Steinunn María Sveinsdóttir
    Kristinn Kristjánsson
    S. Guðrún Hauksdóttir
    Sólrún Júlíusdóttir
    Helga Helgadóttir
    Hilmar Elefsen
    Ríkharður Hólm Sigurðsson

    Til vara:
    Nanna Árnadóttir
    Guðný Kristinsdóttir
    Ásgeir Logi Ásgeirsson
    Jón Valgeir Baldursson
    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir
    Ægir Bergsson
    Aðalsteinn Arnarsson
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Endurskoðunarsvið KPMG hf mun gera stjórnsýsluskoðun í desember, í tengslum við endurskoðun bæjarfélagsins vegna ársins 2015.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamninga við nokkur stéttarfélög að undanförnu.
    4. nóvember var samið við Skólastjórafélags Íslands.
    20. nóvember var samið við Kjöl, St. Fjallabyggðar og Einingu/Iðju.
    26. nóvember var samið við Félag leikskólakennara.
    2. desember var samið við Félag stjórnenda leikskóla.

    Í framhaldi af undirritun eru samningar bornir upp til atkvæðagreiðslu.

    Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritar kjarasamninginn með fyrirvara um samþykki stjórnar.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 3. desember 2015 Lögð fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings frá 272. fundi, 9. október 2015, 273. fundi 21. október 2015 og 274. fundi frá 18. nóvember 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015

Málsnúmer 1512001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Útboðsgögn í vátryggingar fyrir Fjallabyggð voru opnuð kl. 14:00 þann 26.11.2015.
    Niðurstöður útboðs voru:

    Sjóvá
    9.041.166 kr.
    TM
    13.132.769 kr.
    VÍS
    9.045.695 kr.

    Munurinn á Sjóvá og VÍS var 0,05%.
    Öll félög buðu uppá forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

    Lagt fram minnisblað ráðgjafa Fjallabyggðar í útboðinu.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sjóvár.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að taka tilboði Sjóvár í vátryggingar Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var farið yfir stöðu mála varðandi snjóflóðaeftirlit.

    Fyrr á þessu ári óskaði rekstraraðili skíðasvæðisins eftir breytingu á ákvæði samnings er varðaði snjóflóðaeftirlit.

    Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.

    Bæjarstjóri kynnti bæjarráði umsögn um stöðu mála.

    Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að Fjallabyggð sjái um kostnaðinn við snjóflóðaeftirlitið á skíðasvæðinu í vetur.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram samning um snjóflóðaeftirlit á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Lagt fram svarbréf Rarik, dagsett 30. nóvember 2015, við erindi Fjallabyggðar m.a. um verð á heitu vatni á Siglufirði.

    Einnig lögð fram umsögn bæjarstjóra.
    Í umsögn kemur fram að:

    a)Rarik tekur þátt í kostnaði vegna vinnu við breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu vegna hitaveitu í Skarðsdal. Upphæð ríflega ein mkr.

    b)Rarik veitir 20% afslátt á heitu vatni til notkunar í sundlaugum á Siglufirði.

    c)Rarik hækkar ekki verð á heitu vatni til húshitunar á Siglufirði á næstu árum sem þýðir að raunlækkun verður á heitu vatni til íbúa Fjallabyggðar á Siglufirði, sem nemur verðbólgu á hverju ári.
    Yfir 5 ára tímabil gæti þessi raunlækkun numið 12-18%.
    Þessi niðurstaða er gleðiefni fyrir íbúa og fyrirtæki á Siglufirði.

    Bæjarráð fagnar ákvörðun Rarik.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Lögð fram ósk eigenda að Kirkjuvegi 12 Ólafsfirði um niðurfellingu á kröfu frá bæjarfélaginu vegna breytingar á lóð þar sem í raun sé verið að færa lóðarleigusamninga í rétt horf.

    Bæjarráð samþykkir erindið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga er tengist virðisaukaskatti af almenningssamgöngum, þ.m.t. skólaakstri. Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Lögð fram til kynningar matsgerðs Verkís sem unnin var að beiðni Viðlagatryggingar Íslands, varðandi tjón á fráveitu Fjallabyggðar 28. ágúst 2015.

    Einnig lögð fram athugasemd deildarstjóra tæknideildar við texta í matsgerð.

    Í matsgerð kemur fram að kostnaðarmat vegna hreinsunar og fleiri verkþátta sé rúmlega 9 milljónir kr.

    Bæjarráð samþykkir matsgerðina, en bendir á athugasemd deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Lögð fram dagskrá aðalfundar Róta bs, sem verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði, 16. desember 2015.
    Einnig lagður fram ársreikningur Róta 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Lögð fram áskorun á bæjarstjórn frá Sigrúnu Sigmundsdóttur, þar sem skorað er á bæjarstjórn að skoða betur með inntöku á leikskóla Fjallabyggðar, hvort að það sé ekki hægt að koma apríl og maí börnum 2015 inn fyrr heldur en í ágúst 2016.

    Innskráning barna næsta vor er til skoðunar hjá fjölskyldudeild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 8. desember 2015 Sólrún Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn um niðurrif á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015

Málsnúmer 1512003FVakta málsnúmer

  • 3.1 1211041 Málefni Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Á fund bæjarráðs mætti forstöðumaður Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson.

    Jafnframt var til umfjöllunar erindi dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, dagsett 10. desember 2015.

    Forstöðumaður upplýsti bæjarráð um rekstur Hornbrekku, en vegna hækkana launa og veikinda, stefnir í að rekstrarniðurstaða ársins verði óviðunandi.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar að skoða möguleika á samþættingu rekstrarþátta bæjarfélagsins og dvalar- og hjúkrunarheimilisins, s.s. tölvukerfa,
    endurskoðunar og trúnaðarlæknis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Tekið fyrir erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dagsett 24. nóvember 2015, er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun vegna starfsmanns Fjallabyggðar.

    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti málið. Afgreiðslu frestað, þar til umsögn kjarasviðs Samb. ísl. sveitarfélaga liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagt fram til kynningar minnisblað endurskoðanda KPMG ehf eftir endurskoðun hjá Fjallabyggð í október 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Á 428. fundi bæjarráðs, 8. desember 2015, lagði Sólrún Júlíusdóttir, fram fyrirspurn um niðurrif á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

    Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara fyrirspurn á næsta fundi.

    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að húsið yrði rifið þegar snjóa leysir í vor.
    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir foktjón.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagt fram svar Akureyrarbæjar, dagsett 4. desember 2015, við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Akureyrarbæjar í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.

    Bæjarráð hafnar tillögum Akureyrarbæjar sem fram komu í erindi.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að gagntilboði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að hafna alfarið tillögum Akureyrarbæjar um þátttöku þeirra í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Á 421. fundi bæjarráðs, 24. nóvember 2015, var farið yfir erindi stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg og ábending vegna 5. greinar girðingarlaga 2001 nr. 135 um rétt umráðamanns lands til þess að sá eða þeir sem land eiga að fyrirhuguðu girðingarstæði greiði girðingarkostnað að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins.

    Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar á erindi Gnýfara.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að breyta fyrirkomulagi vegna girðingarmála.
    Varðandi það að breyta reiðgötu í veg, óskar bæjarráð að fulltrúar félagsins komi á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit innheimtukrafna bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild bæjarráðs til þess að selja Mitsubishi L200 pallbíl árgerð 1998 sem staðsettur er í áhaldahúsi/þjónustumiðstöð.

    Bæjarráð samþykkir söluheimild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2015.

    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar er 56,9 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -213,3 millj. í stað -156,4 millj.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til nóvember 2015.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 919,6 m.kr. sem er 97,3% af áætlun tímabilsins sem var 945,1 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 11,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 37,0 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 25,5 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

    Ræddar voru þær kjarasamningsbreytingar sem falla til í desember.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra um að nefndarlaun verði hækkuð frá 1. maí 2015 um 8% í samræmi við þær breytingar á launum sem samþykktar hafa verið milli kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga og stéttarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Tekið fyrir erindi útibústjóra Arion banka hf í Fjallabyggð, dagsett 30. nóvember 2015, varðandi Menningasjóð Sparisjóðs Siglufjarðar.

    Í aðdraganda samruna AFLs sparisjóðs ses. og Arion banka hf. ákvað fundur stofnfjáreigenda sparisjóðsins að leggja niður Menningarsjóð Sparisjóðs Siglufjarðar og að fjármunum sjóðsins yrði úthlutað af fulltrúa skipuðum af bankanum, fulltrúa skipuðum af Fjallabyggð og fulltrúa skipuðum af sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju.

    Í bréfinu er óskað eftir því að Fjallabyggð skipi fulltrúa til verkefnisins.

    2014 kaus bæjarstjórn Friðfinn Hauksson sem aðalmann í Menningarsjóð SPS og Ragnheiði Ragnarsdóttur til vara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagt fram erindi frá SEM samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, dagsett 10. desember 2015, þar sem óskað er svara við fjórum spurningum er tengjast réttindum fatlaðs fólks og opnum samgönguleiðum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra tæknideildar og fjölskyldudeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Tekið til formlegrar afgreiðslu hlutafjáraukning Fjallabyggðar í Greiðri leið ehf.

    Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign bæjarfélagins.
    Forkaupsréttur er kr. 37.529,-.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að nýta sér forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign bæjarfélagins í Greiðri leið ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15. desember 2015 Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir til kynningar:

    Markaðs- og menningarnefndar frá 3. desember 2015,
    Ungmennaráðs frá 9. desember 2015,
    Skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. desember 2015,
    Félagsmálanefndar frá 10. desember 2015 og
    Hafnarstjórnar frá 10. desember 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar bæjarráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015

Málsnúmer 1511012FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015 Rætt um fyrirkomulag og viðburðahald um jól og áramót, brennur, flugeldasýningar og jólatréstendrun. Markaðs- og menningarnefnd hvetur aðila sem standa að viðburðum á þessum tímamótum og kaupmenn í Fjallabyggð að eiga meira samráð þegar viðburðir eru skipulagðir og nota sameiginlega aðventu- og jóladagskrá til að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Jafnframt leggur nefndin til að skoðað verði að ári að vera með einn til tvo daga á aðventunni þar sem sköpuð verði jólastemning í miðbæjum byggðarkjarnanna og helst í tengslum við tendrum jólatrjáa. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015 Lagðar fram til kynningar tillögur áhugahóps um jólabæinn Ólafsfjörð. Nefndin þakkar hópnum framkomnar tillögur. Óskað verður eftir áliti Skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu nr. 1 um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg. Varðandi tillögu nr. 2 um nota litlu jólahúsinu á fleiri stöðum í bænum en við Tjarnarborg samþykkir nefndin að tvö hús verði sett á horn Strandgötu og Aðalgötu sem áhugahópurinn getur notað núna á aðventunni. Jafnframt leggur nefndin til að starfsmenn þjónustumiðstöðvar aðstoði hópinn við uppsetningu á eldstæðum föstudaginn 11. desember þegar hópurinn stendur fyrir jólastemningu í miðbæ Ólafsfjarðar. Er varðar aðrar tillögur hópsins er ljóst að þær þarf að taka til frekari skoðunar og jafnframt að reikna betur kostnað við framkvæmd þeirra við gerð fjárhagsáætlunar 2017 þar sem nýbúið er að samþykkja fjárhagsáætlun 2016. Markaðs- og menningarnefnd hvetur áhugahópinn til að kynna hugmyndirnar fyrir íbúum Ólafsfjarðar og kanna hug þeirra t.d. til tillögu nr. 6 um sameiginlegar götuskreytingar á jólastaura. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 3. desember 2015 Auglýst hefur verið eftir umsóknum og/eða tilnefningum fyrir Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2016. Frestur er til 18. desember nk. að skila inn umsóknum og/eða tilnefningum. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að bæjarlistamaður verði útnefndur við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 21. janúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015

Málsnúmer 1511014FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagðar fram athugasemdir umsóknaraðila og eiganda að Suðurgötu 47a.

    Afgreiðslu málsins er frestað þar til á næsta fundi nefndarinnar og umsóknaraðila gefinn kostur á að leita með mál sitt til kærunefndar húsamála og óska þar eftir álitsgerð um ágreiningsefni sitt, sbr. 80. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, þ.e. hvort eignirnar teljast vera fjöleignarhús í skilningi laga um fjöleignarhús eða sem tvær sjálfstæðar eignir og ef svo er hvort þeim beri þá að fara engu að síður eftir ákvæðum laganna varðandi útlit hússins með vísan til 2. mgr. 3. gr. laga um fjöleignarhús.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Fríða B. Gylfadóttir sækir um leyfi til að opna kaffihús og konfektgerð á vinnustofu sinni að Túngötu 40a ásamt útlitsbreytingum á vestur- og austurhlið hússins.

    Rekstrarleyfi fyrir kaffihús og konfektgerð er sótt til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem leitar m.a. umsagnar sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa í samræmi við 4.mgr. 10.gr laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Nefndin samþykkir þær útlitsbreytingar sem sótt er um.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum umsókn um leyfi til útlitsbreytingar, sem sótt er um.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Á 192.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28.10 sl. var tekið fyrir erindi Magnúsar Garðarssonar þar sem óskað var eftir leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði. Þar sem húsið er friðað tók nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar lægi fyrir.

    Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 3.11.2015.

    Nefndin samþykkir ósk um leyfi til útlitsbreytinga.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum umsókn um leyfi til útlitsbreytingar, sem sótt er um.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lögð fram fyrirspurn Kristínar Brynju Gunnarsdóttur fyrir hönd eigenda Aðalgötu 19, Siglufirði. Óskað er eftir leyfi til gagngerðra endurbóta á húsinu til að gera húsið íbúðarhæft. Lagðar fram teikningar af fyrirhuguðum endurbótum.

    Nefndin tekur vel í erindið en bendir á að samkvæmt 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 er eigendum húsa og mannvirkja sem byggð voru 1925 eða fyrr, skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands með minnst sex vikna fyrirvara ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa. Húsið er byggt árið 1916 samkvæmt fasteignaskrá og tekur nefndin því ekki afstöðu til málsins fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagt fram erindi Álfhildar Stefánsdóttur dagsett 12.11.2015. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 15 fm smáhýsi á lóð Fjallabyggðar sem liggur að suðurmörkum lóðar Álfhildar að Aðalgötu 15.

    Nefndin hafnar beiðni um stöðuleyfi fyrir smáhýsi á lóð Fjallabyggðar sunnan við Aðalgötu 15, en samþykkir að smáhýsið sé sett niður á lóðarmörkum suðvesturhorns Aðalgötu 15.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Eigendur að Ægisgötu 8, Ólafsfirði sækja um leyfi til að stækka glugga á austur- og vesturvegg hússins og að setja gönguhurð í bílskúrshurð að norðan.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagt fram erindi Bjarma Sigurgarðarssonar dagsett 23.11.2015. Óskað er eftir leyfi fyrir yfirbyggingu yfir andyri efri hæðar og svalir skv. meðfylgjandi gögnum.

    Nefndin óskar eftir fullnægjandi aðaluppdráttum áður en byggingarleyfi er veitt og framkvæmdum haldið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Konráð Baldursson fyrir hönd Selvíkur ehf. vill kanna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar fyrir stækkun á húsnæði fyrirtækisins við Suðurgötu 2-4 skv. meðfylgjandi myndum. Áætluð stækkun er ca. 3.15m í norður og stækkun í vestur fyrir móttöku og vörugeymslu.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagt fram erindi áhugahóps um Jólabæinn Ólafsfjörð dagsett 17.nóvember 2015.
    Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu nr. 1 um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg. Lagt er til að sett verði niður 2-3 tréhús, 8-10fm að stærð, sunnan Tjarnarborgar sem hægt væri að nota á aðventunni til að selja ýmsan varning. Húsin myndu einnig nýtast á öðrum tímum ársins.

    Nefndin tekur vel í þá hugmynd að notast verði við stærri hús á þessum stað en ekki að þau séu varanleg þar sem það myndi rýra notagildi svæðisins.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagt fram erindi Jóns Sæmundar Sigurjónssonar fyrir hönd Siglufjarðarprentsmiðju ehf. dagsett 5.11.2015. Óskað er eftir breyttri skráningu á húsnæði prentsmiðjunnar að Suðurgötu 16 úr iðnaðarhúsnæði í íbúðar- og geymsluhúsnæði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorgeirssonar þar sem óskað er eftir því að stöðvunarskyldumerki við Ægisbyggð verði skipt út fyrir biðskyldumerki. Stöðvunarskyldan sé til þess fallin að menn virði hana ekki, þar sem gott útsýni er til beggja átta á þessum stað gatnamótanna.

    Nefndin samþykkir að setja biðskyldu við gatnamót Ægisbyggðar og Aðalgötu í stað stöðvunarskyldu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lögð fram 2.drög að hönnun tjaldsvæðisins í Ólafsfirði.

    Nefndin samþykkir framlagðar teikningar.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar í skipulags-og umhverfisnefnd.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Í samræmi við 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015.
    Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.

    Afgreiðslu frestað og forsvarsmenn Bás ehf. boðaðir á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015. Umsögn barst frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar.

    Afgreiðslu frestað og forsvarsmenn Bás ehf. boðaðir á næsta funda nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lagðar fram reyndarteikningar vegna breytinga innanhúss í Tjarnargötu 20.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 9. desember 2015 Lögð fram til kynningar forhönnun að skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu. Bókun fundar Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14. desember 2015

Málsnúmer 1512004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14. desember 2015 Í samræmi við 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015.
    Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
    Forsvarsmenn Bás ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.

    Nefndin telur nauðsynlegt að málið verði skoðað nánar og óskar eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

    Eftir þennan dagskrárlið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14. desember 2015 Í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015. Umsögn barst frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015. Forsvarsmenn Bás ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.

    Nefndin telur nauðsynlegt að málið verði skoðað nánar og óskar eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14. desember 2015 Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Jónssonar vegna afgreiðslu nefndarinnar á fyrirspurn um viðbyggingu á Suðurgötu 2, þar sem spurt er hvenær Suðurgata 2 sé byggð svo og hvort byggingin sé ekki hluti af menningarsögulegu gildi Siglufjarðar.

    Byggingarár hússins er 1995 og fellur það því ekki ekki undir lög um menningarminjar nr.80/2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14. desember 2015 Á 192. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28.október sl. var tæknideild falið að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu við húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði, aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynningu lauk 11. desember sl., engar athugasemdir bárust.

    Nefndin samþykkir framlagðar teikningar og felur deildarstjóra tæknideildar að gefa út byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

7.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 9. desember 2015

Málsnúmer 1511013FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 9. desember 2015 Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að setja saman könnun á húsnæði Félagsmiðstöðvar í samráði við Ungmennaráð. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar ungmennaráðs staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 9. desember 2015 Ungmennráð mælist að fjölga ferðum á milli byggðakjarna með minni bíl og einnig verði hugað að ferðum um helgar.
    Einnig mælist ungmennaráð til að mokað verði frá biðskýlum svo að hægt sé að fara inn í þau.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 9. desember 2015 Ungmennaráð vill að farið verði af alvöru í endurnýjun tækja í tækjasölum Fjallabyggðar.
    Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að athuga með vír í cabelcross vél og önnur tæki.
    Einnig bendir ráðið á að það vanti kennsluáhöld í íþóttasal.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 9. desember 2015 Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að láta útbúa skilti með umgengnisreglum og einnig skilti sem banna reykingar á svæðinu. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015

Málsnúmer 1512002FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Lögð fram tillaga að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis sveitarfélagsins og starfsmanna þess annars vegar og hins vegar til þeirrar starfsemi og þjónustu sem veitt er hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10. desember 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar félagsmálanefndar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015

Málsnúmer 1511016FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. desember 2015.
    Siglufjörður 23200 tonn í 2371 löndunum. Ólafsfjörður 506 tonn 570 í löndunum.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Lagður fram undirritaður verksamningur við Ísar, ásamt fylgigögnum, vegna endurbyggingu á Bæjarbryggju, Siglufirði.

    Hafnarstjórn fagnar undirritun verksamnings við Ísar ehf.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu orlofs hjá starfsmönnum Fjallabyggðarhafna. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman kostnað við að klæða, leggja rafmagn og vatn að bryggju við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Hafnarstjóri fór yfir samþykkta fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir tímabilið 1.1. - 31.10.2015.
    Hafnarsjóður rekstur rauntölur -43.735.524 áætlun -30.584.900.

    Rekstrarstaða hafnarsjóðs er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

    Einnig kynntar rekstrartölur úr bókhaldi miðað við 10. desember 2015.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Tjón varð í innri höfn, Siglufirði þann 2/12 þegar landgangur, ljósastaur og rafmagnskassi fóru í sjóinn við flotbryggjuna. Talið er að tjónið megi rekja til ástands á landfestingum landgangsins sem eru orðnar lélegar. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að skoða hvort hægt sé að minnka rafmagnsnotkun á hafnarsvæðum með því að setja led kastara í stað þeirra sem nú eru í notkun. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður vék af fundi undir þessum lið.

    Hafnarstjóri fór yfir rekstrarúttekt á starfsemi hafnarsjóðs.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að þeim tillögum sem fram koma í úttektinni í samráði við starfsmenn Fjallabyggðarhafna.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgison og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Fiskistofa innheimti sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greitt er hverri höfn í hlutfalli við heildarafla sem fengin var við strandveiðar tímabilið 1/5 - 31/8 2015. Í hlut Fjallabyggðar kemur:
    Siglufjarðarhöfn 1.496.753
    Ólafsfjarðarhöfn 251.112

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Lagt fram bréf frá umsjónarmönnum björgunarskipsins Sigurvin þar sem óskað er eftir tillögu hafnarstjórnar að viðlegu fyrir Sigurvin þar sem ekki verður hægt að nota núverandi viðlegukant þegar Bæjarbryggjan verður endurbyggð.

    Hafnarstjórn samþykkir að boða umsjónarmenn Sigurvins á fund hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgison.
    Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Á seinasta hafnasambandsþingi var töluvert rætt um kynningu á starfsemi hafna og hvernig megi auka jákvæða ímynd þeirra. Þingið samþykkti svo ályktun um að mikilvægt væri að kynna starfsemi hafna með jákvæðum hætti gagnvart almenningi og fyrirtækjum.

    Stjórn Hafnasambands Íslands hefur tekið málið fyrir og ákveðið að óska eftir upplýsingum frá aðildarhöfnum til að kortleggja það sem nú þegar er verið að gera.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Fundargerðir 378. og 379. fundar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10. desember 2015 Fundargerð 23. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar hafnarstjórnar staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

Fundi slitið.