Bæjarráð Fjallabyggðar

424. fundur 15. desember 2015 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Hornbrekku

Málsnúmer 1211041Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti forstöðumaður Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson.

Jafnframt var til umfjöllunar erindi dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, dagsett 10. desember 2015.

Forstöðumaður upplýsti bæjarráð um rekstur Hornbrekku, en vegna hækkana launa og veikinda, stefnir í að rekstrarniðurstaða ársins verði óviðunandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar að skoða möguleika á samþættingu rekstrarþátta bæjarfélagsins og dvalar- og hjúkrunarheimilisins, s.s. tölvukerfa,
endurskoðunar og trúnaðarlæknis.

2.LSR - Skuldbindingar vegna lífeyrishækkunar starfsmanns

Málsnúmer 1512004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dagsett 24. nóvember 2015, er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun vegna starfsmanns Fjallabyggðar.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti málið. Afgreiðslu frestað, þar til umsögn kjarasviðs Samb. ísl. sveitarfélaga liggur fyrir.

3.Stjórnsýsluskoðun Fjallabyggð

Málsnúmer 1511063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað endurskoðanda KPMG ehf eftir endurskoðun hjá Fjallabyggð í október 2015.

4.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Á 428. fundi bæjarráðs, 8. desember 2015, lagði Sólrún Júlíusdóttir, fram fyrirspurn um niðurrif á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara fyrirspurn á næsta fundi.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að húsið yrði rifið þegar snjóa leysir í vor.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir foktjón.

5.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Akureyrarbæjar, dagsett 4. desember 2015, við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Akureyrarbæjar í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð hafnar tillögum Akureyrarbæjar sem fram komu í erindi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að gagntilboði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Á 421. fundi bæjarráðs, 24. nóvember 2015, var farið yfir erindi stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg og ábending vegna 5. greinar girðingarlaga 2001 nr. 135 um rétt umráðamanns lands til þess að sá eða þeir sem land eiga að fyrirhuguðu girðingarstæði greiði girðingarkostnað að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins.

Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar á erindi Gnýfara.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð sér sér ekki fært að breyta fyrirkomulagi vegna girðingarmála.
Varðandi það að breyta reiðgötu í veg, óskar bæjarráð að fulltrúar félagsins komi á fund bæjarráðs.

7.Staða innheimtumála

Málsnúmer 1512022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit innheimtukrafna bæjarfélagsins.

8.Endurnýjun bíla í þjónustumiðstöð og tæknideild

Málsnúmer 1506080Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild bæjarráðs til þess að selja Mitsubishi L200 pallbíl árgerð 1998 sem staðsettur er í áhaldahúsi/þjónustumiðstöð.

Bæjarráð samþykkir söluheimild.

9.Rekstraryfirlit október 2015

Málsnúmer 1511067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2015.

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar er 56,9 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -213,3 millj. í stað -156,4 millj.

10.Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til nóvember 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 919,6 m.kr. sem er 97,3% af áætlun tímabilsins sem var 945,1 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 11,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 37,0 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 25,5 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

Ræddar voru þær kjarasamningsbreytingar sem falla til í desember.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra um að nefndarlaun verði hækkuð frá 1. maí 2015 um 8% í samræmi við þær breytingar á launum sem samþykktar hafa verið milli kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga og stéttarfélaga.

11.Óskað eftir tilnefningu

Málsnúmer 1512013Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi útibústjóra Arion banka hf í Fjallabyggð, dagsett 30. nóvember 2015, varðandi Menningasjóð Sparisjóðs Siglufjarðar.

Í aðdraganda samruna AFLs sparisjóðs ses. og Arion banka hf. ákvað fundur stofnfjáreigenda sparisjóðsins að leggja niður Menningarsjóð Sparisjóðs Siglufjarðar og að fjármunum sjóðsins yrði úthlutað af fulltrúa skipuðum af bankanum, fulltrúa skipuðum af Fjallabyggð og fulltrúa skipuðum af sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju.

Í bréfinu er óskað eftir því að Fjallabyggð skipi fulltrúa til verkefnisins.

2014 kaus bæjarstjórn Friðfinn Hauksson sem aðalmann í Menningarsjóð SPS og Ragnheiði Ragnarsdóttur til vara.

12.Fyrirspurn frá S.E.M. samtökunum

Málsnúmer 1512021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá SEM samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, dagsett 10. desember 2015, þar sem óskað er svara við fjórum spurningum er tengjast réttindum fatlaðs fólks og opnum samgönguleiðum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra tæknideildar og fjölskyldudeildar.

13.Árleg hlutafjáraukning

Málsnúmer 1511023Vakta málsnúmer

Tekið til formlegrar afgreiðslu hlutafjáraukning Fjallabyggðar í Greiðri leið ehf.

Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign bæjarfélagins.
Forkaupsréttur er kr. 37.529,-.

14.Fundagerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2015

Málsnúmer 1503072Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir til kynningar:

Markaðs- og menningarnefndar frá 3. desember 2015,
Ungmennaráðs frá 9. desember 2015,
Skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. desember 2015,
Félagsmálanefndar frá 10. desember 2015 og
Hafnarstjórnar frá 10. desember 2015.

Fundi slitið.