Bæjarráð Fjallabyggðar

423. fundur 08. desember 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Útboðsgögn í vátryggingar fyrir Fjallabyggð voru opnuð kl. 14:00 þann 26.11.2015.
Niðurstöður útboðs voru:

Sjóvá
9.041.166 kr.
TM
13.132.769 kr.
VÍS
9.045.695 kr.

Munurinn á Sjóvá og VÍS var 0,05%.
Öll félög buðu uppá forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

Lagt fram minnisblað ráðgjafa Fjallabyggðar í útboðinu.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sjóvár.

2.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1512006Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

3.Snjóflóðaeftirlit á Skíðasvæðinu Skarðsdal

Málsnúmer 1501055Vakta málsnúmer

Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var farið yfir stöðu mála varðandi snjóflóðaeftirlit.

Fyrr á þessu ári óskaði rekstraraðili skíðasvæðisins eftir breytingu á ákvæði samnings er varðaði snjóflóðaeftirlit.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.

Bæjarstjóri kynnti bæjarráði umsögn um stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að Fjallabyggð sjái um kostnaðinn við snjóflóðaeftirlitið á skíðasvæðinu í vetur.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram samning um snjóflóðaeftirlit á næsta fundi bæjarráðs.

4.Verð á heitu vatni á Siglufirði

Málsnúmer 1505051Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Rarik, dagsett 30. nóvember 2015, við erindi Fjallabyggðar m.a. um verð á heitu vatni á Siglufirði.

Einnig lögð fram umsögn bæjarstjóra.
Í umsögn kemur fram að:

a)Rarik tekur þátt í kostnaði vegna vinnu við breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu vegna hitaveitu í Skarðsdal. Upphæð ríflega ein mkr.

b)Rarik veitir 20% afslátt á heitu vatni til notkunar í sundlaugum á Siglufirði.

c)Rarik hækkar ekki verð á heitu vatni til húshitunar á Siglufirði á næstu árum sem þýðir að raunlækkun verður á heitu vatni til íbúa Fjallabyggðar á Siglufirði, sem nemur verðbólgu á hverju ári.
Yfir 5 ára tímabil gæti þessi raunlækkun numið 12-18%.
Þessi niðurstaða er gleðiefni fyrir íbúa og fyrirtæki á Siglufirði.

Bæjarráð fagnar ákvörðun Rarik.

5.Lóðamarkayfirlýsing-Kirkjuvegur 12 Ólafsfirði

Málsnúmer 1506005Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk eigenda að Kirkjuvegi 12 Ólafsfirði um niðurfellingu á kröfu frá bæjarfélaginu vegna breytingar á lóð þar sem í raun sé verið að færa lóðarleigusamninga í rétt horf.

Bæjarráð samþykkir erindið.

6.VSK af almenningssamgöngum

Málsnúmer 1512010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga er tengist virðisaukaskatti af almenningssamgöngum, þ.m.t. skólaakstri.

7.Vatnsveður - skriðuföll - tjón - Siglufirði 28. og 29.08.2015

Málsnúmer 1508078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar matsgerðs Verkís sem unnin var að beiðni Viðlagatryggingar Íslands, varðandi tjón á fráveitu Fjallabyggðar 28. ágúst 2015.

Einnig lögð fram athugasemd deildarstjóra tæknideildar við texta í matsgerð.

Í matsgerð kemur fram að kostnaðarmat vegna hreinsunar og fleiri verkþátta sé rúmlega 9 milljónir kr.

Bæjarráð samþykkir matsgerðina, en bendir á athugasemd deildarstjóra tæknideildar.

8.Rætur bs - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1511062Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá aðalfundar Róta bs, sem verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði, 16. desember 2015.
Einnig lagður fram ársreikningur Róta 2014.

9.Áskorun til bæjarstjórnar vegna inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 1512012Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun á bæjarstjórn frá Sigrúnu Sigmundsdóttur, þar sem skorað er á bæjarstjórn að skoða betur með inntöku á leikskóla Fjallabyggðar, hvort að það sé ekki hægt að koma apríl og maí börnum 2015 inn fyrr heldur en í ágúst 2016.

Innskráning barna næsta vor er til skoðunar hjá fjölskyldudeild.

10.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn um niðurrif á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn á næsta fundi.

Fundi slitið.