Bæjarráð Fjallabyggðar

422. fundur 03. desember 2015 kl. 10:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Líkamsrækt, Siglufirði

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Á 419. fundi bæjarráðs, 17. nóvember 2015, samþykkti bæjarráð að óska eftir úttekt íþrótta- og tómstundafulltrúa á tækjakosti líkamsræktarstöðvanna í Fjallabyggð.

Lagður fram listi yfir það sem talið er að bráðvanti að endurnýja í tækjakosti.

Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna með möguleika á tækjaleigu.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð - samningar

Málsnúmer 1308055Vakta málsnúmer

Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð, til 15. maí 2016, með vísun í heimildarákvæði.

Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings við
Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.

3.Nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1510109Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

Á 417. fundi bæjarráðs, 6. nóvember 2015, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir umsóknir um starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, taka viðtöl við þá umsækjendur sem helst koma til greina og að því loknu leggja tillögu fyrir bæjarráð.

Lögð fram tillaga bæjarstjóra og formanns bæjarráðs.

Gerð er tillaga um að ráða Kristinn J. Reimarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála frá 1. janúar 2016.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomna tillögu.

4.Ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetning Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1507035Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur áhugahóps um jólabæinn Ólafsfjörð, dagsettar 17. nóvember 2015.

Tillögurnar verða til umfjöllunar í Markaðs- og menningarnefnd.

5.Breytingar á innheimtu eftirlitsgjalda

Málsnúmer 1511051Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

Lagt fram erindi frá heilbrigðisfulltrúa N. vestra, Sigurjóni Þórðarsyni um breytingu á innheimtu eftirlitsgjalda.

Fyrirhugað er að innheimtan fari ekki í gegnum skrifstofur sveitarfélaga eins og nú er, heldur verði eftirlitsaðilar rukkaðir beint af eftirlitinu.

Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki lagt mat hve breytingin mun valda miklum kostnaðarauka fyrir eftirlitið en þegar það liggur fyrir verða lagðar til breytingar fyrir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, á samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Umsögn bæjarstjóra lögð fram.

Bæjarráð styður tillöguna.

6.Bréf Bryndísar Þorsteinsdóttur dags. 13. nóvember 2015

Málsnúmer 1511037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bryndísi Þorsteinsdóttur, dagsett 13. nóvember um leikskólapláss.

Á 419. fundi bæjarráðs, 17. nóvember 2015, var tekið fyrir erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur um að kannað verði hvort hægt sé að koma börnum sem fædd eru í apríl og maí 2015 fyrr inn á leikskólann Leikskála, en í ágúst 2016.

Þá bókaði bæjarráð að því miður leyfðu aðstæður ekki innritun barna að vori. Leikskólinn á Siglufirði væri fullsetinn og ákveðnar væru framkvæmdir við leikskólann til að mæta aukinni eftirspurn.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis þar til búið verði að kanna ákveðna þætti þess.

7.Kynning á European Voluntary Service (EVS)

Málsnúmer 1511057Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á European Voluntary Service.

Bent er á að sveitarfélög geti boðið ungu fólki frá Evrópu til sín til að taka þátt í alls konar verkefnum á vegum sveitarfélagsins og sótt um styrk til þess.
Sambærilegt tækifæri sé einnig fyrir íslensk atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18-30 að fara til Evrópu og öðlast lærdómsreynslu fyrir lífið.

Meðalstyrkur á mánuði til að taka á móti/senda einn sjálfboðaliða er kr. 105.000 fyrir uppihaldi og vasapeningum, auk ferðastyrks.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar Fræðslu- og frístundanefndar og Ungmennaráðs.

8.Litlar brennslustöðvar við sláturhús

Málsnúmer 1511049Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni Flokkunar Eyjafjörður ehf. um stöðu mála varðandi brennslur á aukaafurðum úr dýrum.

9.Mál er tengjast Ofanflóðasjóði

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til stjórnar Ofanflóðasjóðs, dagsett 25. nóvember 2015 í tengslum við skemmdir á mannvirkjum á Siglufirði í hamfaraúrfelli 28. ágúst 2015.

10.Tilkynning um breytingar á lögræðislögum

Málsnúmer 1511056Vakta málsnúmer

Í erindi Innanríkisráðuneytis frá 23. nóvember er vakin athygli sveitarfélaga á breytingum á lögræðislögum sem taka gildi 1. janúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

11.Rætur bs - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1511062Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundur Róta bs. í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfirði miðvikudaginn 16.desember kl. 14:00.

Í 10. grein samþykkta segir:

Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda, samkvæmt Hagstofu Íslands, þann 1. janúar yfirstandandi árs.
Kjörgengir til setu á aðalfundi eru aðal- og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaganna.

Samkvæmt því eru fulltrúar Fjallabyggðar sjö.

Fulltrúar Fjallabyggðar á aðalfund Róta bs verða:

Steinunn María Sveinsdóttir
Kristinn Kristjánsson
S. Guðrún Hauksdóttir
Sólrún Júlíusdóttir
Helga Helgadóttir
Hilmar Elefsen
Ríkharður Hólm Sigurðsson

Til vara:
Nanna Árnadóttir
Guðný Kristinsdóttir
Ásgeir Logi Ásgeirsson
Jón Valgeir Baldursson
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir
Ægir Bergsson
Aðalsteinn Arnarsson

12.Stjórnsýsluskoðun Fjallabyggð

Málsnúmer 1511063Vakta málsnúmer

Endurskoðunarsvið KPMG hf mun gera stjórnsýsluskoðun í desember, í tengslum við endurskoðun bæjarfélagsins vegna ársins 2015.

Lagt fram til kynningar.

13.Undirritaðir kjarasamningar samninganefndar Samb. ísl. sv.félaga

Málsnúmer 1511064Vakta málsnúmer

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamninga við nokkur stéttarfélög að undanförnu.
4. nóvember var samið við Skólastjórafélags Íslands.
20. nóvember var samið við Kjöl, St. Fjallabyggðar og Einingu/Iðju.
26. nóvember var samið við Félag leikskólakennara.
2. desember var samið við Félag stjórnenda leikskóla.

Í framhaldi af undirritun eru samningar bornir upp til atkvæðagreiðslu.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritar kjarasamninginn með fyrirvara um samþykki stjórnar.

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2015

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings frá 272. fundi, 9. október 2015, 273. fundi 21. október 2015 og 274. fundi frá 18. nóvember 2015.

Fundi slitið.