Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014

Málsnúmer 1409004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 15.10.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Formaður bæjarráðs bauð Valtý Sigurðsson hrl. velkominn til fundar.
    Bæjarstjóri lagði fram fundargerð frá stjórn Leyningsáss ses og ársreikninga fyrir félagið og frá Valló ehf.
    Valtýr fór yfir aðkomu sína að samningum um skíðasvæðið á síðasta kjörtímabili.
    Valtýr fór yfir verkefnastöðu skíðasvæðisins og framtíðarhorfur. Hann ræddi einnig stöðu verkefna við golfvöllinn á Siglufirði sem og stöðu verksins og reikninga.

    Bæjarráð þakkaði Valtý fyrir góða yfirferð og skýringar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Valtýr Sigurðsson fór yfir minnisblað sitt um könnun á rétti Fjallabyggðar á heitu vatni í Skeggjabrekku.

    Bæjarráð felur lögmanni að sækja málið gegn Norðurorku á grundvelli niðurstöðu hans sem fram kemur í áðurnefndu minnisblaði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála varðandi söluheimild fyrir leiguíbúðir og ábendingu um kaup á íbúð.

    Bæjarráð ákvað að fresta málinu til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram erindi frá skipulags- og umhverfisnefnd frá 29.ágúst 2014 og varðar lagfæringar á tjaldsvæði í Ólafsfirði.

    Bæjarráð tekur undir framkomnar ábendingar fagnefndar og felur bæjarstjóra að koma framkvæmdinni af stað hið fyrsta og nýta til þess heimildir í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
    Gert var ráð fyrir 5 m.kr. í áætlun 2014.
    Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lögð fram dagskrá aðalfundar Eyþings sem haldinn verður 3. og 4. október að Narfastöðum í Þingeyjarsýslu. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram bréf bæjarstjóra frá 18. september 2014 til Gunnlaugs Oddssonar er varðar skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur. Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
    Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 09.09.2014.
    Leggur hann áherslu á að hann fái umboð til að ganga til samninga við tilboðsgjafa um heildarinnleiðingu og að kostnaði verði skipt á tvö fjárhagsár.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og viðbótarfjármagn verði tekið inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Ætlunin var að fá fulltrúa KPMG á fund bæjarráðs, en komu þeirra var frestað til 30.09.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdarstjóra Ramma dags. 9. september. Bréfið er til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu frá 26. júní 2014 og bréf frá lögmanni bæjarfélagsins frá 8. ágúst 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram kynningarbréf frá samtökum sjávarútvegssveitarfélaga ódagsett. Fram kemur að aðalfundur verður haldinn 8. október nk. í tengslum við Fjármálaráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 30.september kl. 13:00 í Menningarhúsinu Dalvík.
    Samkvæmt samþykktum Róta bs. 10. gr. skal halda aðalfund fyrir lok septembermánaðar. Á aðalfundi byggðasamlagsins eiga sæti fulltrúar allra aðildarsveitarfélaganna,einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu.
    Fjallabyggð á 7 fulltrúa.
    Fulltrúar Fjallabyggðar eru kjörnir bæjarfulltrúar og varamenn þeirra.
    Kjörgengir til setu á aðalfundi eru aðal-og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaganna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagðar fram upplýsingar um aðalfundinn. Hann var haldinn 12.09.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lögð fram fyrstu drög að breytingu á launaáætlun 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til ágúst.
    Niðurstaðan fyrir heildina er 604,2 m.kr. sem er 101,7% af áætlun tímabilsins sem var 593,8 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 35,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 25,1 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 10,4 m.kr. umfram áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Fundargerð 818. fundar stjórnar frá 12. september lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.